Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 260
308
RÖKKUR
En Agnes Tuktone, þótt hún væri yngri en hún og hefði
vanizt mikilli inniveru í uppvextinum, hafði verið vinkona
hennar um mörg ár — allt frá því er Simon lagði leið sína til
Rómar, en áður en það gerðist hafði hún ekki verið vinar þurfi.
Nú var þetta breytt, og ekki var í rauninni um aðra að ræða
en Agnesi Tuktone og Nichols Pecksall, sem hún þó varla gat
litið sem vin, að henni fannst, þar sem hann hafði afneitað
trú sinni, en til hans varð hún samt að fara, því að hann hafði
verið kennari Simonar og hún gat talað um hann við hann.
Og hún varð að hitta Agnesi við og við, þegar hún laumaðist
til Fuggesbroke, því að Tuktone herramaður lagði áherzlu á,
að dætur hans væru sem mest heima, og væru ekki að ríða út
sér til skemmtunar og heilsubóta, eins og herramenn leyfðu þó
dætrum sínum.
En nú var áríðandi fyrir hana að fara, því að hún þurfti að
segja Agnesi og foreldrum hennar frá óskum Thomasar Har-
mans.
Hún lagði leið sína til hesthúsanna og var svo heppin, að
faðir hennar kom þarna ekki meðan hún beið eftir hesti sín-
um. — Nokkrum mínútum síðar var hún lögð af stað ríðandi
upp hæðina og raulaði fyrir munni sér á leið yfir heiðina og
fór svo með útjaðri akranna í Holly Crouch, sem umgirtir voru
limgirðingum, með heiðarlandi allt í kring.
Hún reið framhjá býlinu og meðfram útjaðri Dodyland Shaw,
unz hún kom að vegamótunum, og það brá eins og skugga á
andlit hennar, er hún leit staðinn þar sem krossinn hafði stað-
ið, en hún varð enn þungbrýnni, er hún sá þarna marga menn
að verki við steinahrúguna, eins og þeir væru að búa sig undir
að flytja burt steinana.
„Hvað ætlið þið að gera við steinana?“
„Það á að nota þá í nýja húsið hans Harmans."
„En — þetta eru helgispjöll. Krossinn var heilagur.“
„Hann sagði okkur að gera þetta.“
Katrín hafði ekki fleiri orð um.
Vitanlega átti Thomas Harman steinana........Réttast væri
að hún gerði ekki neitt fyrir hann í Fuggesbroke....Andar-
tak fannst henni hann engu betri en þeir, sem rifu niður kross-
inn.....En svo mildaðist hún. Hún hafði þekkt hann of lengi
til þess að geta snúizt gegn honum og hún gat ekki til þess
hugsað, að hann dæi án þess að geislar þeirrar trúar, sem henni
var helg, næðu að kljúfa kuldamyrkrið sem umvafði sál hans.