Rökkur - 01.06.1952, Side 261
RÖKKUR
309
Kannske hafði ótti ráðið því, að hann ætlaði að hirða þessa
steina, kannske hugði hann sér vernd í hinum helgu steinum.
Nei, hún varð að virða þetta á betri veg fyrir hann. — Hún
tók í tauminn og sveigði út af veginum hjá Haneholt-skógi
og stefndi í vesturátt að býlinu Colespore. Þar kom hún á reið-
stíg, sem lá að Fuggesbroke-herragarði, sem var niðri í daln-
um við Pipeingelay-lækinn.
Húsið í Fuggesbroke var gamalt og ljótt, byggt af steini. —
Það var einhver fráhrindandi, innilokunarbragur á öllu, eins
og hver steinn í köldum, nöktum veggjunum gæfi aðkomu-
manninum til kynna, að hingað skyldi hann ekki leita, heldur
hypja sig burt. Enginn var á ferli. Hvergi heyrðist hlegið —
enginn virtist að verki við útihúsin. Það var eins og staðurinn
væri yfirgefinn — og þó hafði aðkomumaðurinn, hver sem
hann var — á tilfinningunni, að honum væru gefnar gætur.
Katrín reið að luktu hliðinu og hristi slagbrandinn, og brátt
kom gamall maður í ljós í húsagarðinum, þar sem ekki gat
einu sinni hund eða kött að líta.
„Ned,“ kallaði Katrín, ,,er húsmóðir þín komin á fætur?“
Hann horfði á hana með grunsemd í augum.
„Láttu ekki svona, Ned, — eins og þú þekkir mig ekki. Eg
er Katrín Alard frá Conster-herragarði, og er komin til þess
að finna ungfrú Tuktone.“
Japlandi, en án þess að svara nokkru, kom hann og opnaði
hliðið, og hún reið inn í húsagarðinn, og létt hátt í hellulögð-
um húsagarðinum, er hesturinn hennar skokkaði þarna inn.
Hann skildi við hana og gekk inn, og eftir skamma stund kom
út ung stúlka — Agnes Tuktone.
„Kata, elsku Kata, fyrirgefðu móttökurnar, sem þú færð,
en frá því í fyrra er Ned gamli alltaf dauðsmeykur við, að
hermenn, leggi hingað leið sína.“
„Og það þótt kona komi ríðandi ein síns liðs. Það leggst lítið
fyrir kappann.“
Hún steig af baki og þær kysstust, vinstúlkurnar.
„Komdu inn, vina mín, og heilsaðu upp á mömmu. Hún er í
vetrarstofunni með Súsönnu og Margréti.“
Þær fóru inn saman. Húsið var dimmt og skuggalegt. Þarna
var ekkert með nýtízkubrag eins og á Conster-herragarðinum,
gluggar voru fáir og ekki rúður nema í sumum. í forsalnum
var aðeins þurrt sefgras á gólfi, og veggir að eins sumstaðar
huldir ábreiðum, því að fyrir ári hafði hermannaflokkur í