Rökkur - 01.06.1952, Síða 262
310
RÖKKUR
leit að presti komið þar, og rænt flestu verðmæti. Við enda
forsalarins var lítil setustofa og þar sat Tuktone húsfreyja við
rokk sinn, ásamt yngri dætrunum.
Það var ekki auðvelt að geta sér rétt til um aldur hennar
— og ókunnugir mundu ekki hafa farið nær um það en að
segja, að hún mundi vera einhversstaðar milli fertugs og sex-
tugs. Hún var enn grönn og teinrétt sem ung stúlka, og þó voru
djúpir drættir í andliti hennar, sem árin og mótlætið hafði
markað. Hörund hennar virtist fljótt á litið hvítt og mjúklegt
sem ungrar meyjar, en við nánari athugun sást, að það var
farið að gulna lítið eitt — einnig þar voru mörk ellinnar að
gera vart við sig. Augun voru tinnusvört — en minntu á kol,
sem brenna í skærum eldi, og þessi eldur gat verið glóð og á-
kefð æskunnar, en líka það bál beiskjunnar, sem magnast með
árunum. — Þegar hún sá Katrínu brosti hún, og bros hennar á
þessari stundu setti hana alveg ákveðið í flokk hinna rosknu
og lífsreyndu, því að brosið var beiskju blandið.
„Velkomin, Kata. Þú kemur snemma þennan morgunn.“
„Svo snemma," sagði Agnes, „að við lá, að henni yrði ekki
hleypt inn. Ned áræddi vart að hleypa henni inn.“
„Við megum ekki áfellast hann. Eins og nú er ástatt er að
minnsta kosti betra að hann varni góðu fólki inngöngu en að
hann hleypi inn vondum mönnum.“
„Þú heldur þó vart, að hér verði gerð húsleit aftur?“ spurði
Katrín.
„Má ekki við öllu búast, síðan er til átaka kom við spænska
flotann? Og þar sem þeir fundu ekkert seinast má gera ráð
fyrir, að þeir leiti hér aftur.“
„Þeir munu aldrei finna neitt — þú hefir allt í góðum felu-
stað.“
„Vesalings stúlka, freistaðu ekki guðs með léttúðugu tali
þínu. Sá dagur kann upp að renna, að allt finnist fyrir áhrif
Satans. Þegar hermennirnir komu hér leituðu þeir um allt og
könnuðu þiljur með því að berja á þær. Margsinnis meðan á
þessu stóð hélt eg, að allt væri glatað.“
„En alltaf var verndarengill okkar á verði og bjargaði öllu,“
sagði Susanna. „Hann mun bægja frá áhrifum Satans. Þú verð-
ur að treysta því, móðir mín.“
„Æ, já, það er það, sem faðir þinn segir.“
Hún andvarpaði og leit á dætur sínar eina af annari.
„Hvenær verður sungin messa hér næst?“ spurði Katrín.