Rökkur - 01.06.1952, Side 263
fí 0 K K U R
311
„Uss — við vitum það ekki. Kannske aldrei.“
„Ó, segðu það ekki, það er meira en ár liðið síðan prestur
kom — einhver hlýtur að koma bráðum.“
„Talaðu ekki um það.“
„En það verð eg að gera, því að Thomas Harman bóndi í Holly
Crouch spurði mig í gær hvenær messa yrði sungin hér næst?“
„En hann hefir horfið frá hinni helgu trú okkar.“
„Að vísu, en nú gerist hann gamall og er veikur, og það er
eins ástatt um hann og marga aðra hér, að í hjarta sínu hefir
hann aldrei kastað gömlu trúnni.“
„Af hverju tók hann þá aðra trú?“
„Pyngju sinnar vegna. Hann festi aldrei traust á nýju bók-
inni. Sönnun þess er, að nú biður hann um þá gömlu.“
„Það sannar ekkert. Hann kann að vilja koma til þess að
njósna um okkur — og svíkja okkur.“
„Hann svíkur okkur ekki,“ sagði Katrín áköf. „Hann er heið-
arlegur maður.“
„Hann kastaði trú sinni — sveik. Hann seldi frumburðarrétt
barna sinna fyrir nokkra gullpeninga. Hvernig á eg að trúa því,
að hann svíki okkur ekki líka?“
„Þú veizt það, móðir mín,“ sagði Agnes, „að kirkja vor er
umburðarlynd í garð alþýðu manna, sem vegna fátæktar fer
í kirkjur mótmælenda."
„Harman er ekki snauður alþj'Aumaður. Hann þarf ekki að
svíkja þess vegna. Hann á auðveldara með að koma heiðar-
lega og einarðlega fram en flestir aðrir.“
„Hann sagði mér, að hann hefði tekið hina nýju trú,“ sagði
Katrín, „vegna þess að hann lét reka á reiðanum um þessi mál,
en þegar hann fór að eldast og kenna vanheilsu, hneigðist hug-
ur hans að þeim. Og nú óttast hann að deyja, nema við ljós
kirkju okkar.“
„Mamma,“ sagði Margrét, „við getum ekki hrakið hann
burt.“
„Hugleiddu það, barnið gott, að sonur hans ætlar að ganga
að eiga Mariu Douce, en faðir hennar er mótmælendanjósnari."
„Herra Douce er enginn njósnari,“ sagði Katrín og reyndi að
mæla með sannfæringarhreim, en hún efaðist um Douce.
„Barnið gott, vafalaust eru þeir allir heiðarlegir menn. Hinir
ungu eru jafnan reiðubúnir til að treysta öðrum, því að þeir
hafa ekki gengið í harðan skóla reynslunnar. En einhvern tíma
muntu komast að raun um, að jafnvel heiðarlegir menn munu