Rökkur - 01.06.1952, Side 264
312
RÖKKUR
ljósta upp leyndarmálum, ef þeir þurfa á því að halda til þess
að bjarga sér úr vanda. Var það ekki hann John Gayne, sem
hafði verið í þjónustu okkar frá barnæsku og sem við höfðum
farið með sem son okkar, sém sveik okkur seinast? Og nú hefir
mér verið sagt, að faðir Oven hafi verið tekinn og verið leiddur
fyrir rétt í Chichester.“
„Var faðir Oven tekinn?“
„Já, við fréttum, að það hefði gerst í Battle í vikunni sem
leið. Svona hverfa þeir einn af öðrum, prestarnir okkar. Brátt
verðum við sem hjarðir án hirða — úlfarnir bana þeim öllum.“
11.
Beiskjuhreimurinn dvínaði um leið og hún lækkaði röddina
og í sömu svifum heyrðist gengið um steingólfið fyrir utan. Á
næsta andartaki opnuðust dyrnar og Richard Tuktone herra-
maður kom inn. Allar konurnar risu úr sætum sínum.
„Katrín, það er ánægjulegt að sjá þig!“
Hann heilsaði henni innilega með kossi.
Hann var álíka hár og kona hans og hörundsblærinn áþekkur,
en í andlitssvip hans var ekkert sem bar vitni átaka milli æsku
og elli, heldur virtist sem hjá þessum manni hefði allt fallist í
faðmlög. Hann var næstum hvítur á hár, en þreytulegur í and-
liti, en í hverjum drætti Ijómaði birta að innanverðu frá Hend-
ur hans báru erfiði vitni, því að Tuktonefjölskyldan hafði ekki
lengur efni á að greiða plógmönnum kaup, og Tuktone sjálfur
og synir erjuðu jörðina. Var hann og lítt betur klæddur en
maður í verkamannastétt, en það var mikill snyrti- og virðing-
arbragur á honum.
„Kata er með uppástungu, sem af mun leiða, að við verðum
öll hengd,“ sagði kona hans.
„Djarfleg og líklega ágæt hugmynd,“ sagði maður hennar,
„segðu mér frá því, Kata.“
„Eg mælti með því, að Thomas Harman fengi að koma í
okkar hóp sér til sáluhjálpar.“
„Hann er ágætismaður. Það hryggði mig mjög, er hann varð
okkur fráhverfur og gekk í fylkingu með þeim, sem ekki að-
hyllast sanna trú.“
„í hjarta sínu hefir hann alltaf verið með okkur — og nú vill
hann fara þá leið, sem rödd hjartans skipar honum. Hann spyr