Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 265
RÖKKUR
313
um hvenær næst komi prestur til Fuggesbroke, svo að hann geti
fengið fyrirgefningu synda sinna.“
„Deo gratia s“, sagði Richard Tuktone.
„Nei, ekki deo gratias,“ sagði kona hans, „heldur
miserere nobis, því að það fer illa fyrir okkur öllum, ef
Thomas Harman fær að koma til Fuggesbroke.11
„Hvers vegna?“
„Þeir eru þegar of margir orðnir, sem vita um leyndarmál
okkar.“
„Aðeins 5—6 mönnum utan heimilisins er þetta kunnugt.“
„En ein úr þessum litla- hóp hefir þegar sýnt, að hún hikar
ekki við að tefla lífi okkar allra í hættu.“
„Það er skammarlegt að tala svona um Kötu, kona. Eg fylgi
henni að málum í þessu. Ef Thomas Harman þráir að fá fyrir-
gefningu synda sinna myndum við tefla okkar eigin sálum í
hættu með því að neita að verða við óskum hans.“
„Kannske er hann njósnari og hefir spurt aðeins til þess að
fá tækifæri til þess að svíkja okkur.“
„Að Thomas Harman sé njósnari — hvílík fjarstæða — láttu
ekki óttann firra þig heilbrigðri dómgreind. Eg treysti honum
eins vel og' mínum eigin sonum."
„Hann kann að verða neyddur til þess að svíkja okkur. Kann-
ske finnst honum, að hann verði til neyddur að gera það sjálfum
sér til bjargar. Við verðum öll tekin — næst verðum við ekki
rænd munum og fé, heldur öllum eigum okkar, lausu fé og
lendum, hrakin burt — og ef til vill verðum við tekin af lífi.
Kata skilur þetta ekki. Stöðu sinnar vegna getur faðir hennar
verndað hana. Hún veit ekki hvað það er að búa við ofsóknir.
Við erum merkt fjölskylda — og röðin kemur að okkur. Við
ættum ekki að breyta til í neinu, heldur halda hópinn, að fjölga
um einn er að bæta við einum, sem kann að reynast svikari.“
„Elsku Mary mín,“ sagði maður hennar, „þetta er fjarstæða,
eins og eg sagði áðan. Beið ekki Frelsari vor í þrjú ár, þótt
hann vissi um sviksamlegt hugarfar Judasar? Hann gerði það
vegna þess, að hann vildi ekki rjúfa félagsskap postulanna. Við
höfum skyldum að gegna, ekki aðeins gagnvart heimili okkar,
heldur og gagnvart vesalings, hrjáðu landi okkar.“
„Eg veit það, eg veit það,“ sagði hin hrellda og kvíðna kona,
„eg el engan ótta sjálfrar mín vegna. Eg sé eiginmann minn og
sonu tekna höndum — og leidda á braut......Kata skilur þetta
ekki — og þetta mun gerast, af því að þið viljið ekki hlíta ráð-