Rökkur - 01.06.1952, Page 267
ROKKUR
315
breyttur matur var á borðum, hafragrautur etinn af trédiskum,
og 51 til drykkjar. Silfurbúnaði öllum hafði verið rænt í sein-
ustu húsrannsókn.
Katrín snæddi með beztu lyst, enda var hún glorhungruð,
og hafði einskis neytt frá því kvöldið áður, er hún stóð upp frá
borðum í ólund, án þess að hafa fengið nægju sína.
Hún var glöð yfir að vera í Fuggesbroke, þrátt fyrir beiskj-
una í framkomu húsfreyjunnar. Henni geðjaðist að dætrunum,
sem voru furðu glaðlyndar, og henni geðjaðist að hinum alvar-
legu bræðrum þeirra, sem átu mat sinn þögulir og með mikilli
hægð, og áhyggjurnar um velferð þeirra, kvenna þeirra og
barna virtust liggja á þeim sem farg. Richard Tuktone þótti
henni mjög vænt um, þótt fundum þeirra bæri sjaldan saman.
Einhvern veginn var það svo, að hann gat varpað einhverjum
vonarbjarma á allt, þrátt fyrir áhyggjurnar út af trúmálunum,
og í nærveru hans var sem áhyggjum væri af henni létt, og
ekki skipti um neitt, ef hún gæti hjálpað náunga sínum og
verið trú rödd hjarta síns. Nú var hann að segja þeim frá því,
er faðir Thomas Pilchard í Battle var tekinn af lífi í Dorchester
vestur á landi fyrir einu ári, en hann hafði ekki fengið nánar
fregnir af þessu fyrr en nú, er einhver vina hans hafði komið
til hans fregnum um aftökuna.
„Að því er virtist var borgar-böðullinn ekki látinn fram-
kvæma verkið, heldur var slátrari fenginn til þess, og fórst hon-
um það svo óhönduglega, að því er Pack Huddleton ritar, að
presturinn lét líf sitt við mikil harmkvæli.“
Ekki var hægt að bera neinum, er þarna var, kveifarskap á
brýn, en það var sem hrollur færi um konurnar, og Mary
Tuktone signdi sig.
„Guð blessi sál hans,“ tautaði Alice, hin unga móðir, „og það
eru varla tvö ár síðan hann sat hérna hjá okkur og mataðist,
eftir að hafa skírt Richard litla...“
„Æ,“ kveinaði Jane Tuktone, „hver mun skíra barn mitt, er
þar að kemur?“
„Afi þess,“ sagði Richard Tuktone, „ef ekki verður hægt að
ná í neinn prest. En kannske þjáningar okkar leiði til þess, að
prestur komi til okkar. Guð mun halda verndarhendi sinni yfir
ykkur.“
Svo fór hann að tala um búskapinn og framtíðarhorfurnar,
ræktun lands í Fuggesbroke og Colespore, gripina, sem þau enn
áttu, og fugla- og dýralífið í skógunum, sem hann hafði miklar