Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 269
RÖKKUR
317
bókelskur mjög og nú kom hún að honum, þar sem hann sat að
lestri í garðinum.
„Velkominn, Katrín. Mér hafði flogið í hug rétt í þessu hvort
þú myndir ekki fara að koma. Eg ætla að kalla á Alice og biðja
hana að koma með öl.“
„Eg þakka, en eg neytti morgunverðar í Fuggesbroke.“
Hún naut þess, að nefna Fuggesbroke — vissi, að það mundi
koma ónotalega við hann.
Hann horfði á hana, tautaði eitthvað og sagði svo:
„Bittu hestinn þinn við girðinguna og seztu hjá mér í lauf-
skálanum. Ef þér finnst, að þú verðir að tala um Fuggesbroke,
þarftu ekki að gera það úti á þjóðveginum.“
„Eg kom ekki til þess að tala um Fuggesbroke."
Er hún hafði tyllt reiðskjótanum, gekk hún með inn í rósa-
viðarbyrgi í garðinum og blasti opið við norðri. Úr laufskálan-
um blasti við litla notra prestshúsið með stráþakinu og kirkjan,
sem var brúnmáluð með runnum umhverfis, en næst þeim var
garðurinn með mergð litfagurra blóma, er breiddu út blöð sín
móti sólunni. Þetta var dásamlega fagur blettur, og Katrín varð
gripin gremju, af tilhugsuninni um, að fyrir þessa jarðnesku
paradís hafði Nicholas Pecksall kastað trú sinni.
„Af hverju má ekki minnast á Fuggesbroke nú orðið?“ sagði
hún. „Eg man ekki betur en að seinast er eg var hér þá læsirðu
yfir mér í fulla klukkustund, fyrir að koma þar.“
„Eg átti aðeins við, að það væri óráðlegt að spjalla um Fugg-
esbroke úti á þjóðveginum. Einnig virðist þú hafa gleymt því
að síðan er þú komst hér síðast lagði spænskur floti leið sína
hingað og hin sanna trú mundi hafa verið innleidd hér aftur
með vopnavaldi, ofsóknum, pyndingum og páfalegum tilskip-
unum — ef veðrið hefði ekki hjálpað til að hindra þessi áform.“
„Þú ættir ekki að tala í þessum dúr.“
„Eg segi það, sem satt er. Þessar fyrirætlanir hafa vakið
ensku þjóðina. Nú geturðu reitt þig á, að ofsóknir munu hefjast
í garð þeirra, sem halda sinni gömlu trú, og það sem áhættu-
laust var að tala um fyrr mánuði er ekki hættulaust lengur.“
„Áhættur, hættur, öryggi — þessi orð eru jafnan á vörum
þér.“
„Það eru gullin orð. Þau tákna sáluhjálp."
„Öryggi þitt mun ekki færa þér sáluhjálp.“
„Hlustaðu á mig, Kata. Eg vil ekki fara varlega aðeins sjálfs