Rökkur - 01.06.1952, Side 270
318
R Ó K K U R
mín vegna. Eg hugsa um aðra. Mig langar ekki til þess að sjá
neinum varpað í fangelsi — og sízt þér.“
,,Það er óþarft að óttast um mig. Eg er — dóttir föður míns.“
,,Eg mundi ekki treysta á það, ef þú heldur áfram ferðum
þínum til Fuggesbroke. Minnstu þess, að Tuktone er grunaður
um að hafa skotið skjólshúsi yfir kaþólska presta, að hann láti
syngja messur hjá sér, og að hann eigi dóttur, sem sé nunna í
Reims.“
„Tuktone virðist hugsa meira um sáluhjálp sína en öryggi.“
„Það væri betur, ef hann hugsaði meira um öryggi. Það hefði
verið betra fyrir okkur öil, ef æsingamenn væru færri meðal
okkar. Það eru menn eins og Tuktone, sem valda mestu vand-
ræðunum. Ef þeir hefðu tekið hina nýju trú gætu þeir enn hlýtt
messu í kirkjum sínum. Hugrekki er dyggð — ein þeirra, —
hinar eru til dæmis hyggindi, forsjálni, dómgreind.“
„Eg kalla þær lesti hinnar nýju klerkastéttar.“
„Og þú brennimerkir mig sem einn í þeirri stétt?“
Hann sneri sér snögglega að henni og var reiður. Hann virtist
unglegri, er reiðin náði tökum á honum. Til þessa hafði hún
litið á hann sem roskinn mann, eins og hann líka var, 55 ára
að aldri, — en nú fannst henni hún líta í leiftrandi augu ungs
manns.
Hann endurtók spurninguna og hún svaraði:
„Hvers vegna ekki — þar sem þú hefir slegist í lag með
þeim?“
„Eg hefi kaþólsk fyrirmæli — eg er ekki einn af mönnum
Cranmers.“
„En þú hefir ekki sungið messu síðan drottning Skota var
hálshöggvin — og þá lauk þínum prestskap.“
Hann varð allt í einu rólegur — og gamall.
„Þú veizt vel, að eg söng messu í allra augsýn og áheyrn í
Leasan kirkju í fimm ár eftir að drottningin kom til valda, og
þar næst — með leynd — í fimmtán ár, áður en eg las morgun-
bænir á sunnudögum. Eg hætti því eftir að okkur öllum prest-
unum, sem farnir voru að reskjast, hafði verið stefnt til Chi-
chester, en þar var okkur sagt, að við yrðum að hætta að syngja
messu með leynd — og trúareiður okkar mundi ekki verða
okkur lengi til bjargar, ef við héldum uppteknum hætti með
því að blanda saman hinni gömlu og nýju trú. Þá hætti eg að
syngja messu — eg átti ekki annars úrkostar.“