Rökkur - 01.06.1952, Page 271
RÖKKUR
319
„Þú gazt horfið úr sókn þinni. Eg fæ ekki skilið hvernig
prestur hinnar gömlu, sönnu trúar, gat verið kyrr.“
„Þeir eru margir prestarnir, sem hafa farið eins að og eg.
Og ekki erum við verri en allur almenningur, sem lætur sér á
sama standa hvort messur eru sungnar eða ekki og metur Faðir
vorið einskis. í þessu landi láta allir sér á sama standa um trú-
arbrögð — þótt ekki sé um annað talað.“
„Þú hefðir átt að taka forystuna —,“ tautaði hún lágt.
„Það skal eg gera, þegar fólkið er reiðubúið að rísa upp.“
„En til þess kemur ekki.“
„Eg veit það. Ef menn hefðu verið þess albúnir fyrir 30 árum
hefði ekki komið tli þessara vandræða. En þeim stóð á sama
— og þeim stendur enn á sama.“
„Ef til vill — en þeir eru sem ráfandi sauðahjörð — án
hirðis.“
„Og þú ætlast til þess af mér, að eg leiði þá út í eyðimörkina?
Ef eg reyndi það myndi enginn fylgja mér — og ef eg færi
myndu þeir setja einhvern prédikara í minn stað — mann, sem
boðaði villtrú. Það geri eg ekki. Slík hyggindi tel eg til dyggða.“
„Þú segir margt um dyggðir.“
„Á slíkum dyggðum er þörf á þessum tímum. Minnstu þess,
Kata, að eg var kennari þinn, og ef eg enn reyndi að leiðbeina
þér, er það vegna þess, að þú ert enn sem bam, sem mér þykir
vænt um.“
Það birti yfir honum, er mildin og hlýleikinn náðu aftur
tökum á honum. Hún fann, að gremja hennar hjaðnaði, og hún
reyndi að hindra hana í að rjúka burt.
„Eg er ekkert barn lengur. Og þar sem eg hirði ekki um að
fara þína leið verð eg að fara mína.“
„En þín leið liggur ekki að neinu marki, — öllu heldur til
hruns og eyðileggingar. Eg get ekki staðið aðgerðalaus og
horft á þig leggja allt í sölurnar — fyrir ekki neitt.“
„Ekkert — ferðu þeim orðum um trú okkar? Er þá svona
komið fyrir þér?“
„Nei, en fyrir þjóðinni. Hún metur trúna einskis — og við
verðum að komast af án hennar. Þeir hafa rifið niður kirkjuna
miklu og byggt dálítinn kastala í staðinn, en hvað sem því líður
höfum við þak yfir höfuðið. Við skulum vera þakklát.“
„Ef eg tryði þér, vildi eg deyja.“
Henni virtist erfitt að draga andann og það voru tár í aug-