Rökkur - 01.06.1952, Síða 272
320
RÖKKUR
um hennar. Hann furðaði sig á hvílík hjartans mál þetta voru
henni.
„Katrín, það er fleira, sem hægt er að lifa fyrir.“
„Já,“ sagði hún angurvær, „eg skil það nú, það er fleira —“
„Þarftu að fyrirlíta það? Geturðu ekki notið þess, sem lífið
hefir upp á að bjóða? Þarftu alltaf að þrá það, sem þú getur
aldrei náð? Katrín, það er þín eigin sök, ef þú ert ekki ham-
ingjusöm.“
„Eg er ekki óhamingjusöm,“ sagði hún og beit á jaxlinn.
„Vesalings barn,“ sagði hann lágt, „vesalings bam.“
„Vertu ekki að aumka mig.“
,Eg aumka þig, af því að þú ert komin á stigu, sem eru svo
samflæktir, að þú munt villast. Það er til bein braut —“
„Ekki fyrir mig og mína líka —“
„Trúðu mér fyrir því, ef þú vilt —“
„Það er braut, sem liggur til glötunar.“
„Nei, inn í rósaviðarbyrgi.“
„Rósirnar þínar taka frá mér allt loft — eg get ekki dregið
andann.“
Hún reis á fætur og bjóst til að fara.
„Nei, farðu ekki. Þú ert nýkomin. Vertu héma lengur og
segðu mér frá Simoni.“
„Simoni? Hvers vegna skyldi eg tala um hann. Braut hans
liggur frekar að gálga en inn í rósaviðarbyrgi.“
„Við tölum ekki um hann, eins og hann er nú, heldur eins og
hann var, þegar þið komuð hingað ríðandi, systkinin, frá
Conster. Eg man þá daga — þú reiðst á hvítum hesti —“
„Og Simon á brúnni hryssu — eg man, hve hrygg eg var,
þegar pabbi ætlaði að selja hana. Þá var Simon farinn. Þegar
hana bar fyrir augu mér, sá eg Simon á baki hennar.“
Hún fór ekki fyrr en að klukkustundu liðinni, því að henni
var nautn að því að tala um Simon, og góðvild þessa manns var
svo mikil, að á slíkum stundum gleymdist allt annað — og að
hann hafði svikið trú sina.
14.
Næstu vikur fór Katrín sjaldan til Fuggesbroke. Henni var
ljóst orðið, að hún var þar ekki lengur neinn aufúsugestur.
Tuktone-fólkið var jafn vinsamlegt og það hafði áður verið,
en hún hitti Richard sjaldan, og Agnes var orðin hlédrægari