Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 273
RÖKKUR
321
móður sinnar vegna, sem virtist verða æ mótfallnari komum
hennar. Henni fannst, að hún gæti ekki reitt sig á hana lengur,
síðan er hún kom með þessa uppástungu um Thomas Harman.
Fyrrum hafði Mary Tuktone fagnað eins glaðlega og hver
annar hverjum týndum sauð, sem kom aftur til hjarðar sinnar,
en seinustu 10—12 árin hafði mótspyrnan gegn þeim farið
harðnandi og ótal grunsemdir voru á kreiki. Svo hófust ofsóknir.
Fyrir einu ári var flokkur hermanna sendur til Fuggesbroke til
þess að gera húsrannsókn — hún gaf tilefni til rána, en náði
ekki tilgangi sínum að öðru leyti, en þeir mundu ekki láta þar
staðar numið.
Hún bjó við stöðugan ótta vegna manns síns og barna og
barnabarna. Hún gat sætt sig við, að spellvirki höfðu verið
framin í húsi hennar, við missi gripa og vaxandi fátækt, því að
mánaðárlega urðu þau að greiða tuttugu pund í sekt fyrir hvern
heimilismann, sem ekki sótti kirkju. Hún gat afborið, að hús-
gögn voru seld og ábreiður, hún gat þolað bergmálið í tómum
stofunum og étið þurrt svartabrauð, en henni var að verða um
megn að búa við óttann um hvað komið gæti fyrir eiginmann
hennar og sonu — ef hófadynur heyrðist nálgast fékk hún jafn-
an ákafan hjartslátt. Og hún óttaðist um dætur sínar og hafði
þær í nálægð sinni því að hún vissi, að þeim kynni að verða
sýnd áreitni og annað verra, ef þær færu um frjálslega. Pápistar
voru nærri réttlausir. — Þar sem hugarfar hennar var slíkt
varð hugarfar hennar æ gremjulegra í garð Katrínar, sem var
hlíft í villutrú móður og afstöðu föður hennar, og þegar gremjan
varð mest kvaldi hún Katrínu er færi gafst.
„En hvað get eg gert?“ spurði Katrín og gat ekki dulið reiði
sína. „Á eg að ganga um kring og óska eftir því, að eg verði
tekin föst?“
„Nei, en þú gætir minnst þeirra, sem eru verr settir en þú
sjálf.“
„Og hvenær hefi eg gleymt þeim?“
„í hvert skipti, sem þú minnist á málefni þeirra við ó-
kunnuga.“
„Slíkar ásakanir í minn garð eru ómaklegar, Tuktone hús-
freyja. Eg hefi aldrei minnst á þetta við nokkurn mann, nema
Thomas Harman og stundum kannske við Pecksall.
„Þeir eru báðir trúvillingar. Nú er Thomas Harman lafhrædd-
ur um sál sína, af því að heilsu hans hrakar, og hyggst hlaupa
í faðm kaþólskunnar, vafalaust albúinn til þess að gerast mót-
21