Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 275
RÖKKUR
323
Og svo var breyting á orðin heima — í seinni tíð. Það bar
skugga þar á nú, sem hún hafði ekki veitt athygli fyrrum,
dimma, ógnandi skugga. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því
— þetta voru skuggar, sem hún sá ekki, en sem hún vissi að
voru á sveimi eins og vofur. Einkum kom þetta yfir hana, er
hún hafði horft í hin dökku augu Roberts Douce, meðan hann
ræddi við föður hennar. Það var eins og að horfa í djúpan hyl.
Og þegar hann leit til hliðar, eftir að hafa sagt eitthvað við
föður hennar, og horfði á móður hennar — þá voru þessir
skuggar á ferðinni, — og henni fannst stundum, að þeir væru á
sveimi, er móðir hennar leit í augu Oxenbrigges. En kannske var
aðeins um skugga að ræða í hennar eigin hjarta. Hún reyndi
að bæla niður óttahugsanir sínar, — reyndi að sannfæra sig
um, að þetta væri aðeins óbeit, sem hún gæti gert sér grein
fyrir og mundi geta bælt niður. Auðvitað var henni ekki um
Robert Douce, vegna þess að orðrómur var á kreiki um, að
hann væri Hugenottanjósnari, og að hann hvatti föður hennar
til framkvæmda, sem mundu spilla útliti Constereignarinnar.
Fyrir hann skipti ekki neitt neinu, nema að auðgast. Og þegar
hafði hún margoft heyrt um fyrirætlanir þær, sem hann reyndi
að gylla fyrir föður hennar.
Það var verið að koma upp stálbræðsluofni í hálfrar mílu
fjarlægð við Tillinghamána, þar sem áður hafði verið ákveðið
að reisa smábýli, á hæð við ána, og hafði því þegar verið nafn
gefið — Glaseneye. Þangað var hægt að komast frá Leasan eftir
Fertinghlondveginum og það var vegur þangað frá Conster-
herragarði. Vegasambandið var því gott og svo áin skipgeng til
Rye-hafnar. Og þarna var skógar miklir. Wogenmaryeskógur-
inn mikli náði allt frá Odimer-hryggnum til Kent-landamær-
apna, en til vesturs lá Medyreshamskógur, ekki eins víðáttu-
mikill, en þar munu þó hafa verið þúsund ekrur skóglendis
milli Redelond og Vinehall. — Skógar þessir voru ekki allir
eign Alardættarinnar — þeir höfðu verið eign Battle-klausturs-
ins, en jarðeigendur ýmsir höfðu sölsað þá undir sig, en Alard
var auðugur og gat keypt þá eða nægt timbur til eldiviðar í
Conster-stálbræðsluna. Þarna var nóg timbur til að endast í
heila öld.
*
En það var jafnan sem þrengdi að hjarta Katrínar, er hugsaði
um þennan heillandi, villta skógargróður, þar sem hún og
Simon höfðu lifað svo mörg ævintýri — nú átti að höggva við-
ina í þessum undralöndum til eldsneytis í stálsteypuna, þar
21*