Rökkur - 01.06.1952, Síða 276
324
RÖKKUR
sem. steypa átti hlið og handrið fyrir aðalinn, sem sveigst hafði
til hinnar nýju trúar. Og tilhugsunin um, að þarna átti líka að
steypa fallbyssur og fallbyssukúlur til þess að granda fjand-
mönnum Englands, dró lítið úr beiskju hennar, er hún hugsaði
um handriðin og hliðin og naktar hæðir, þar sem áður óx
skógur. Hún hafði eitt sinn riðið gegnum Ashburnham og séð
hvernig farið hafði verið með landið, — hún hafði riðið yfir
sviðna jörð. Þannig mundi brátt verða umhorfs í Conster. Hún
hafði hlustað á hamarshöggin og skellina úr stálsmiðjunum og
það var eins og þúsund risar væru á ferð alla nóttina og reyk-
urinn huldi himinn allan, svo að hvergi sást stjarna blika. Hið
sama mundi gerast í Conster. Og beiskjan í sál hennar magn-
aðist og varð að hatri. Og þess vegna óttaðist hún Robert Douce
og áform hans.
Henni veittist erfiðara að gera sér grein fyrir þeim beyg,
sem hún kenndi vegna Kits Oxenbrigge og móður hennar. Var
það vegna þess, að hún elskaði hann? Ef svo var, var það ekki
vegna þess að hún elskaði sál hans, heldur af því að hún var
hrifin af honum, hve fríður hann var, vel vaxinn og hygginn.
Stundum, er hún horfði á hann, fagran, glæsilegan, lá við að
augu hennar fylltust tárum. Hann var gerólíkur öllum mönnum
sem hún hafði kynnst, kátur, hressilegur, snyrtilegur, og stund-
um er hann snerti strengi gígjunnar sá hún sjálfa sig dansa sem
brúði hans.
En hún vissi, að hann elskaði hana ekki, og að hann mundi
aldrei giftast henni, hvernig svo sem karlinn hafði spáð fyrir
henni. Þegar hann yrði þreyttur á ráðsmennskustarfinu í
Conster mundi hann söðla hest sinn og ríða til landseturs síns í
Oxenbrigge og aldrei koma aftur, heldur giftast einhverri konu
mótmælendatrúar, en kannske mundi hann aðhafast eitthvað
skelfilegt fyrst. — — Eitt sinn sá hún móður sína og hann
horfast í augu og tillit beggja bar svartvængjuðum hugsunum
vitni. Og þessar hugsanir voru skuggar, sem nú fylltu húsið.
Og út úr skugganum heyrði hún hvíslað — ástarorðum — og
hún var skelfingu lostin, og hún fyrirvarð sig. Hafði ímyndun-
araflið leitt hana í gönur, dreymdi hana þetta? En er hann
söng og lék undir á gígjuna hafði hún virt þau fyrir sér og
hún hafði eitt sinn séð móður sína grípa hönd hans undir bönd-
um gígjunnar.
Hún reyndi að uppræta allan ótta vegna móður sinnar. Hún
reyndi að telja sér trú um, að hún óttaðist móður sína, af því