Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 277
ROKKUR
325
að hún var alltaf að nauða á henni, ávíta hana, fyrir að klaéða
sig ekki snyrtilega, fyrir að greiða sér ekki, fyrir að þeysa fram
og aftur um byggðir og óbyggðir.
En stundum talaði hún við hana í öðrum dúr og spurði:
„Heldurðu að Kit Oxenbrigge muni biðja þín? Hefir hann
rætt málið við föður þinn? — Heldurðu, að hann verði hrifinn
af þér í þessum fötum — öllum leirslettóttum?“ — Og stundum
varð hún ofsareið við hana og kallaði hana illum nöfnum, og
jafnvel sló hana með litlu, hvítu höndunum sínum — í viður-
vist þernu sinnar.
En þernan, Madge Piers, reyndi að gera gott úr öllu. — Þetta
stafaði af því, að konur yrðu oft geðvondar er þær færu að
eldast — ef þær aðeins vildu drekka hvítlauksseyði eða annað
álíka gott, myndi geðið batna — en móðir hennar mætti ekki
heyra neitt þvílíkt. Katrín reyndi að gera sér í hugarlund, að
þetta ætti líka fyrir sér að liggja, en í hjarta sínu vissi hún, að
þetta stafaði af því, að móðir hennar elskaði Kit Oxenbrigge,
og óttaðist, að hann mundi kvongast henni. Hún elskaði hann —
hún hafði tendrað öll ljós í sölum sálar sinnar fyrir hann. Hafði
hann gengið inn í þá birtu? — Það lá við, að Katrínu yrði
óglatt er hún hugsaði um þetta.
Og svo var enn eitt, sem vakti kvíða í hug hennar. Faðir
hennar var hvorki athugull né skarpkeygur. Höfðu aðrir veitt
því athygli, að móðir hennar hafði lætt hönd sinni undir böndin?
Robert Douce var alltaf nærstaddur og það fór ekkert fram
hjá honum. — — Og nú var hún búin að fara hringinn. Hún
sat enn og starði yfir borðið, þar sem Robert Douce sat og ræddi
við föður hennar um hluti, sem ekki snertú svartvængjaðar
hugsanir og skugga sem fylltu húsið. Og ekkert varð henni til
fróunar nema að hugsa með sívaxandi beiskju um höggin og
skellina úr stálsmiðjunni, sem bergmáluðu um hús og skóga,
eins og þúsund risar væru á ferð alla nóttina.
16.
Snemma í september var lokið smíði hins nýja húss á Holly
Crouch. Á þriðja degi mánaðarins var tekin niður af gaflhlað-
inu askviðargreinin, sem notuð var til þess að hræða burt
galdranornir úr auðum húsum. — Viku seinna rann upp brull-
aupsdagurinn og þau Oliver Harman og María Douce voru