Rökkur - 01.06.1952, Síða 278
326
RÖKKUR
gefin saman í Leasankirkju. Eftir á var brullaupsveizla og var
hún haldin þar meðfram til þess að hita upp húsið.
Langborð voru sett upp meðfram veggjum í forsalnum, svo
að allir gætu setið að borðum samtímis og þarna var margt um
manninn, Harmanfjölskyldan og skyldmenni hennar frá Bo-
dulstreet í grennd við Pevenseye, allt bændafólk, og margir
vinir, þeirra meðal Alard herramaður og lafði Elisabeth og
Katrín, Tukton, kona hans og dætur, Kit Oxenbrigge og sóknar-
presturinn, Nicholas Pecksall. Af ættingjum brúðarinnar var
enginn viðstaddur, nema faðir hennar og bróðir. Sir Philip
Sidney var að heiman vegna styrjaldarinnar ,og fólkið í sveit-
inni hafði ekki vingazt við hið ókunnuga fólk, sem komið var
til þess að gera það auðugt. Hinn ungi Robert Douce var líkur
föður sínum, grannur í andliti og langleitur, þunglyndislegur
til augnanna. Það hafði verið áformað, að hann tæki að sér
stjórn Conster stálbræðslunnar, er hún tæki til starfa — hann
hafði starfað með föður sínum í tíu ár í Robertsbridge, og vissi
allt sem hans þjóðar menn vissu um stálbræðslu, en reynslan
og þekkingin, sem nú fluttist frá Frakklandi var að koma járn-
iðnaði Sussex á það stig, að nota æ meira orku og vélar. Katrínu
fannst hann heimskulegur á svip, en henni geðjaðist skár að
honum en föður hans.
Harman-hjónin veittu ríkmannlega, nú er elzti sonur þeirra
kvæntist. Þarna voru kjötréttir margir á borðum, salöt, græn-
meti, áll og fleira, og nóg af Rínarvíni og heimbrugguðu öli.
Elisabetu Alard þótti óhóflega veitt af manni úr óðalsbænda-
stétt — það var næstum ríkmannlegar á borð borið en hjá
aðalsmönnum, ef vínföng voru undanskilin, og hún leit svo á,
að þetta væri of íburðarmikill matur handa flestum þeim, sem
þarna voru, og þótt Thomas hreyfði því, að hún sæti sér á
hægri hönd, kaus hún að sitja milli Kit Oxenbrigges og Ni-
cholas Pecksalls. Brúðhjónin sátu gegnt henni við borðið, en
hún talaði ekki orð við þau, en kaus að ræða handbók prest-
anna og það, sem þeim bar að taka sér í munn, er þeir gáfu
saman hjón, og taldi miður, að drottningin hefði látið lögfesta
gömlu handbókina, eins og hún var, í stað þess að ráðgast við
skáldin George Peele, Aibert Green, Thomas Kid og Lyle, til
þess að fá skáldlegri handbók, sem væri betur í samræmi við
nútímann. Og nú yrti hún loks á Mariu Douce og spurði hana
hvort henni fyndist ekki ógeðfelt, að svara prestinum, eins
og venja var.