Rökkur - 01.06.1952, Page 280
328
RÖKKUR
sem akranna í Holly Crouch — megi þau son eignast að níu
mánuðum liðnum.“
Er menn höfðu setið nokkru lengur drakk Nicholas Pecksall
Harman til og óskaði honum til hamingju með húsið, og svo
kom röðin að Alard, að mæla fyrir minni föður brúðarinnar,
monsjör Róbei;t Douce.
Til þessa, sagði hann, hefði velmegun manna byggzt á því,
að erja jörðina, rækta hveiti, bygg og hafra, og þar sem humal-
rækt væri aftur leyfð, myndu margir snúa sér að því. En fjár-
ræktin gæfi ekki eins góðan arð og fyrrum. Ullin væri ekki í
háu verði. Nú væru menn farnir að halda á nýjar brautir. „Eg
er að tala um járn,“ sagði hann, „og jám höfum við framleitt
frá því Rómverjar réðust inn í landið, en járnvinnslan gerði
aldrei neinn auðugan, fyrr en nýir menn og nýjar aðferðir
komu til sögunnar. Það var ekki mikil þörf fyrir járn, þegar
það var aðeins notað í plóga, en fallbyssukúlur væru ekki not-
aðar æ ofan í æ, þeim væri skotið einu sinni, og meðan styrjöld
geisar verður geipileg eftirspurn eftir járni, og svo eru hinar
vaxandi kröfur um hlið og handrið, sem eg sleppi að ræða um,
þótt vel megi á því hagnast, en ekki var hægt að framleiða slíkt,
er menn höfðu ekki nema gamaldags smiðjubelgi og ófullkom-
in handverkfæri. Nú notum við vatnsorku og vélar — og til
þess er minn góði vinur, Robert Douce, faðir brúðarinnar, hing-
að kominn. Hann á miklar stálbræðslur í Frakklandi sem hann
rak af forsjá og dugnaði, þar til hann varð að flýja land fyrir
trú sína. Og hann hefir verið framkvæmdarstjóri um langt ára-
bil í Robertsbridge, en er nú kominn til þess að setjast að hjá
okkur. Hann mun gera okkur hér í Leasan auðug. Með hans
aðstoð mun eg koma upp stálbræðslu í Conster, og sonur hans
Robert verður framkvæmdarstjóri. Hér mun rísa upp járniðn-
aður eins og í Wadhurst, Ashburnham og Roberts ridge. Hér
er mikið af ágætu járni í jörðu og við höfum víðlenda skóga.
Skiljið nú ekki orð mín þannig, að eg sé því mótfallinn að
menn rækti jörðina og stundi búskap, en sá dagur mun koma,
að allir hér verða vel efnum búnir, og ekki vegna búskapar,
og margir menn munu fá atvinnu, bræðslumenn, skógarhöggs-
menn og aðrir, og þeir munu þurfa afurðir búanna og kaupa
þær, og vegna alls þessa bið eg ykkur að standa upp og mæla
fyrir minni monsjör Roberts Douce, föður brúðarinnar, og
fyrir stálbræðslunni, sem hann ætlar að koma á fót í Conster.“
Það virtist vera margt, sem kom til sögunnar á þessum degi.