Rökkur - 01.06.1952, Page 281
RÖKKUR
329
Harman fjölskyldan hafði eignast nýtt hús, brúðhjónin nýtt
heimili og héraðið nýjan iðnað — og gestirnir, sem höfðu
teigað óspart Rínarvínið og ölið, voru kátir og í bezta skapi,
og hrifnir af öllu hinu nýja, sem var að byrja, og það var hróp-
að húrra, húrra hvað eftir annað, drukkið meira og aftur
hrópað, þar til loks einhver kallaði, að nú væri bezt að fara
að dansa.
18.
Menn höfðu setið 3 klukkustundir undir borðum og allir
virtust fegnir að geta staðið upp og hreyft sig og menn færðu
borðin og stólana að veggjum svo að rúm væri til að dansa.
Einn af vinnumönnunum lék á harmoniku og annar átti gítar,
og þeim var sagt að ná í hljóðfærin og leika ræl.
Elisabet Alard hafði vikið sér til hliðar; hún bar hönd að
munni sér, geispaði og sagði við Kit Oxenbrigge:
„Skyldi eg neyðast til þess að vera hér þar til brúðurin hefir
verið leidd í rekkju.“
„Vafalaust get eg farið með þig heim, þegar dansað hefir
verið um stund. Þú verður að dansa einn eða tvo dansa við
manninn þinn. Svo getur þú farið að hátta — á undan brúð-
inni.“
„Eg sagði ekkert um það, að eg ætlaði að fara að hátta.“
„En það sag'ði eg'.“
„Uss — hverju skyldi það skipta þig hvort eg fer að hátta
eða ekki. Þetta er hræðilegur hljóðfærasláttur.“
„O-jæja, þetta er ágætt fyrir sveitastrákana, þegar þeir snúa
stelpunum í hring.“
„Hví skyldi eg verða að halda hér kyrru fyrir og horfa á
menn hoppa sem trúða?“
„Þú verður að dansa við manninn þinn.“
„Ekki ræl. Ef þessir bjálfar gætu leikið „galliard“, þá væri
öðru máli að gegna.“
Oxenbrigge gekk til hljóðfærleikaranna, sem sögðu honum,
að þeir gætu leikið „galliard“. Hann kom aftur glottandi.
„Þú getur ekki snúið þig út úr því. Þeir geta leikið „galliard“.
Þú verður að dansa við manninn þinn.“
„Þá verður þú að dansa við Kötu.“
„Eg vil heldur horfa á þig dansa.“
„Við manninn minn?“