Rökkur - 01.06.1952, Síða 284
332
RÖKKUR
fætur til þess að fara heim, — henni fannst sér það skylt vegna
móður sinnar. En svo áttaði hún sig. Var ekki eðlilegt, að tigin
kona sem hún væri þreytt á þessum félagsskap og færi heim,
þar sem eiginmaður hennar mundi skemmta sér konunglega?
Oxenbrigge var tilvalinn til þess að fylgja henni heim. — Og
er henni hafði létt kom faðir hennnar eins og til að staðfesta
að rétt væri að taka þessu svo, og sagði:
„Móðir þín var þreytt, svo að eg bað nana að fara heim.
Viltu dansa við mig, Pug?“
Nú gat hún dansað, fyrst Oxenbrigge var farinn, og nú var
hún í essinu sínu. Hún spratt á fætur og í næsta vetfangi var
hún komin út á gólfið, og hélt silkipilsunum sínum upp að
hnjám, án þess að hirða um þótt allir sæju skarlatsrauðu
silkisokkana. Henni þótti gaman að dansa, og vegna hinnar
snöggu breytingar við að taka aftur gleði sína, var hún hjart-
ans ánægð með að dansa við föður sinn, en honum þótti
skemmtilegast af öllu að dansa ræl, og það gerðu þau í hálfa
klukkustund, en svo leiddi hann Petronillu, yngstu Harman-
dótturina, í dansinn, og Katrín fór að dansa við Oliver Har-
man. Hún veitti því athygli, að Nicholas Pecksall horfði stöð-
ugt á hana, og henni þótti vænt um, að hann var áhorfandi að
því ,er hún dansaði, og dansaði enn frjálslegar en áður af því,
að hann var þarna og horfði á hana.
Dansfélagi hennar hafði orð á hversu létt hefði yfir henni.
„Mér þykir vænt um, að löngun til þess að dansa vaknaði
aftur hjá þér.“
„Já — sannast að segja varð mér dálítið óglatt eftir ála-
skorpusteikina, en það leið hjá og nú er eg í essinu mínu.“
..Létt eins og fjöður,“ sagði pilturinn.
Dagur var að kveldi kominn og veggstjakaljósin voru tendr-
uð. Reyk lagði upp af ljósunum og topaz-lit móða kom yfir
salinn. Það var eins og dansendurnir þeyttust fram og aftur
í marglitu skýjaþykkni, hár stúlknanna flaksaðist til og pils-
faldarnir lyftust æ hærra, er piltarnir sveifluðu þeim í ræln-
um. Roði var í allra kinnum og svitinn bogaði af mörgum, en
áfram var spilað og dansað, — fram á rauða morgun.
Loks komst einhver hreyfing á í hinum enda salarins. Brúð-
urin gekk til sængur. Luce Harman og dætur hennar fylgdu
henni, en engum öðrum var leyft að koma, og allir vissu að
þegar brúðgumanum yrði gert aðvart, færi hann til hennar —
einn. — Alard varð fyrir vonbrigðum. Hann hafði hlakkað