Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 285
RÖKKUR
333
til að vera með í hópnum, sem færi inn í brúðhjónaherbergið,
með glensi og gamni, eins og víða var siður, en Katrín varð ekki
fyrir neinum vonbrigðum, — hana langaði ekkert til þess að
sjá Mariu Douce í sínu hvíta næturskarti á brúðarbeði, bíðandi
hálffeimna en þó stolta, eftir þeirri ást, sem aldrei gat orðið
hlutskipti sumra. — Hún vildi heldur dansa áfram, þótt við
föður sinn ræri og bændasyni, sem ekki mundu vilja hana
fyrir konu, dansa þar til hún væri út úr þreytt, og ekki fara
heim fyrr en dagur rynni í austri.
19.
Það varð Katrínu til nokkurrar hugsvölunar, er hún nokkr-
um dögum síðar hafði sannfærzt um, að þrátt fyrir yfirborðs-
glaðværðina — dans, hróp og köll og margskonar fagnaðar-
læti, hafði ókyrrð og kvíði ríkt undir niðri; menn höfðu ræðst
við í hvíslingum, flóttalegir á svip — og dyr opnuðust og lok-
uðust hljóðlega — meðan skuggar hins hempuklædda prests
og annarra dansenda svifu um veggi sem fyrirboðar um eitt-
hvað geigvænlegt.
Viku seinna hætti hún á að fara til Fuggesbroke og Agnes
Tuktone sagði henni, að nú væri loks von á presti.
Þau þarna í Fuggesbroke höfðu frétt, á hinn dularfulla hátt,
sem þau jafnan fengu fregnir — hvernig, fekk Katrín aldrei
hugboð um, — að klerkur nokkur — faðir Francis Edwards —
væri í West Rooting og mundi bráðlega halda austur á bóginn.
Þau vissu ekki daginn eða stundina, en þegar þau fréttu nánar
um þetta mundu þau gera aðvart Thomasi Harman. — Tukt-
one óðalsbóndi var búinn að tala við hann og hafði sannfærzt
um heiðarleik hans og einlægni í þessu máli. — Agnes kvað
móður sína þjást af kvíða, en eiginmaður hennar kvað öllu
óhætt, þau væru þegar allt kæmi til alls hamingjusöm og hepp-
in, og ættu að láta aðra verða aðnjótandi í að njóta hamingju
trúar sinnar. Agnes fyrirvarð sig dálítið fyrir móður sína og'
taldi það fram henni til afsökunar, að hún hefði aldrei náð sér
eftir barsmíðar og illa meðferð að öðru leyti, er húsrannsóknin
var gerð fyrir ári, en það áfall hefði verið hinum yngri létt-
bærara en hinum eldri.
„Faðir minn hafði þá áhyggjur stórar og þungar,“ sagði Agn-
es, „en honum var styrkur í bænum sínum, og hann óttaðist
hvað koma mundi fyrir okkur öll. Nú hefir komið til tals, að
við flyttumst til Colespore og það vildi eg gjarnan, því að það