Rökkur - 01.06.1952, Page 287
RÖKKUR
335
20.
Nicholas Pecksall var prestssonur frá Leasan, sem fyrir rás
trúarlegra viðburða varð að flýja til Hollands, eftir að hafa
orðið prestur við Canterbury dómkirkjuna, þar sem hann hugði
sér óhætt, en hann lézt áður en hina trúarlegu ólgu þeirra
tíma lægði, — og dó í þeirri trú, að England væri enn pápista
land. Þegar hann flýði til Hollands var Nicholas sonur hans í
Oxford, en hann hafði aldrei haft áhuga fyrir mótmælendatrú,
og var allur á bandi hinnar kaþólsku kirkju, er hann var gerð-
ur sóknarprestur í Leasan, þar sem hann var borinn og barn-
fæddur, en vart kominn þangað, er drottningarskipti urðu og
„Bess drottning“ komst til valda. Hann hugði enga stórbreyt-
ingu mundu af því leiða. Allir sögðu, að Bess væri illa við
mótmælendur undir niðri og „kaþólsk í hug og hjarta“, þrátt
fyrir ýmislegt, sem hún hafði sagt. Og þegar Matthew Parker
varð erkibiskup í Kantarborg hélt hann eins og margir aðrir
prestar, að hún hefði fallizt á það til þess að friður ríkti milli
hennar og mótmælenda lávarða, en mundi á bak við tjöldin
vinna fyrir gömlu trúna. Þess vegna tók hann þá stefnu, sem
fyrr var getið, og ók seglum eftir vindi, þótt oft bryti það í
bág við sannfæringu hans, en sér til hughreystingar stundaði
hann mjög bóklestur, en hann var lærður vel — og ræktaði
rósir.
Þetta kvöld sat hann í rósabyrgi sínu og naut kvöldverðar,
brauðs og ávaxta. Það var komið fram í september, en enn
hlýtt í veðri.
„Neyttu kvöldverðar með mér, Kata,“ sagði hann, „ekkert
skorti á ánægjulegt kvöld, nema þú kæmir.“
Henni fannst rödd hans annarleg. Kannske var hann henni
reiður frá því í brullaupinu, en hún hafði líka verið ónotaleg
við hann. Hann var ekki viss um í hvernig skapi hún mundi
vera. En þegar hún kom nær honum sá hann, að yfir henni
var svipur æsku og gleði. Hann rétti fram hönd sína og hún
brosti út undir eyru, og hann furðaði sig á, hversu vinsamleg
hún var.
„Þú ætlar þá að borða með mér?“ sagði hann loks, er þau
settust.
„Kannske eg fái mér eplisbita,“ sagði hún. „En eg fæ skömm
í hattinn hjá mömmu, ef eg verð ekki komin aftur fyrir myrkur.“