Rökkur - 01.06.1952, Side 290
338
RÖKKUR
„Sjálfur þurftirðu ekki að fara úr skorðum hverju sinni.“
„Hjarta mitt fór aldrei úr skorðum — þótt eg yrði að haga
embættisrekstri mínum öðruvísi. En eg söng messu þar til eg
vissi, að hin gömlu trúarbrögð mundu aldrei eiga afturkvæmt.
Og þá ákvað eg að reyna að notast við hin nýju.“
„Ef hægt væri að syngja þúsund messur í þessu landi sama
daginn mundi páfinn kominn í sinn sess í hugum fólksins
daginn eftir —“
„E f h æ g t væri — aðeins það. Þú ert hógvær í kröfum
þínum og hyggin í ályktunum.“
Það fór ekki fram hjá henni hve háðið var napurt í rödd
hans og hún beit á vörina. Háðið átti hún erfiðast með að þola.
„Einhvern tíma gerist þetta,“ sagði hún þrálega.
„Aldrei, barnið mitt, aldrei, eftir þessa seinustu framkomu
Spánverja — hún setur hin nýju trúarbrögð á grundvöll, sem
þau munu hvíla á framvegis hér í landi. Vafalaust er gamla
trúin mönnum ekki gleymd, en menn eru farnir að óttast
páfann. Hann er ekki í augum þeirra leiðtogi Heilagrar Kirkju
eins og áður, heldur erlendrar íhlutunar og þrældóms. Hafi
Filippus konungur ætlað sér að aðhafast meira en hegna sjó-
ræningjum okkar fyrir árásir þeirra á spænsk skip, þá hefir
honum skjátlast. Fyrir hans tilverknað á páfinn aldrei aftur-
kvæmt til þessa lands í neinum skilningi.“
„Eg trúi því ekki.“
„Eg er sannfærður um það. Og eg er sannfærður um, að það
er skylda mín að ala ekki á gyllivonum, er eg tala við hjörð
mína, heldur tína upp þá gullmola, sem finnast kunna í landi
hinna nýju trúarbragða, og einhverjar vonir kunna að vera
bundnar við fyrir þetta vesalings land og þjóðina. Mín saga
er hennar saga.“
„Það eru ekki allir prestar trúvillingar.“
„Eg er ekki trúvillingur,“ sagði hann rólega, „en þing þjóð-
ar minnar hefir fjórum sinnum með lögum breytt þeim trúar-
brögðum, sem mér er gert að skyldu að boða. Hið sama hefir
dunið yfir vesalings fólkið hér — og er nokkur furða, þótt það
sé dálítið ruglað? Hvernig heldurðu að fari, ef haldið verður
áfram á þessari braut. Eina vonin er, að kyrð komist á — og
eg fyrir mitt leyti neita að taka þátt í neinu, sem ekkert leiðir
af nema nýtt rót og moldviðri og annað verra. Það, sem komið
er, er ekki það, sem eg hefi helzt kosið, en það er þó grunnur
til þess að byggja á. í öngþveiti byggjum við ekki neitt.......“