Rökkur - 01.06.1952, Page 292
340
R Ö K K U R
esbroke með skilaboð til Katrínar Alard frá Agnesi Tuktone.
Farandsali hafði komið og haft gimilegan varning meðferðis.
Hún ætti að söðla hest sinn og koma.
Katrín varð glöð við. Það gat vel verið, að þetta væri allt í
samræmi við boðin — farandsali væri raunverulega kominn
— en svo gat þetta líka verið haft að yfirskini — og annað
mikilvægara lægi á bak við. — Boð varð að senda á ýmsa vegu.
Það ætlaði að ganga erfiðlega að komast af stað. Móðir henn-
ar vildi, að knapi riði með henni.
„Eitthvað gæti komið fyrir þig. Þorparar eru á ferð og
heyrzt hefir að konur hafi verið beittar valdi.“
,,Eg er hvergi hrædd,“ sagði Katrín hin hnakkakertasta, —
„ef eitthvað slíkt ætti að henda mig hefði það gerst fyrir löngu.“
„En það gæti gerst enn — og ekki mundi það greiða fyrir þér
að ná í mann?“
Andartaki fannst henni, að þær stæðu báðar með nakin sverð
í höndum. Hún leit á móður sína, en varð hugsað til vonarinnar,
sem boðin frá Agnesi fluttu, og varð mild. Hjarta hennar varð
barmafullt. Hún beygði sig niður, kyssti móður sína og mælti:
„Láttu þér þykja vænt um mig, móðir mín, því að eg elska
þig.“
Elisabet Alard kipptist við, — eins og hana kenndi skyndi-
lega til. En svo breyttist svipur hennar allt í einu, eins og hún
hefði hrundið frá sér hugsunum, sem ollu truflun.
„Það — það er svitalykt af þér — eins og af desdýri.“
Katrín sneri sér frá henni og henti sér á bak. Augu hennar
næstum blinduðust af tárum. Um leið og hún tók fastara í
taumana og bjóst til að knýja hestinn áfram, kallaði móðir
hennar:
„Hvenær kemurðu aftur?“
„Eg kem seint. — Eg neyti kvöldverðar í Fuggesbroke".
Dyr hjarta hennar lukust aftur og hún reið á braut.
Starvencrowhæð skartaði í brúnum, gullnum og rauðum lit-
um. Enn hafði ekki brugðið til úrkomu og það var ekki einu
sinni döggfall á morgnana. Jörðin var þurr og hörð og það dundi
í henni undir hófum Ball, hestsins hennar. Hún fylgdi ekki veg-
inum, heldur reið beint upp á hæðina, lét hann fara á stökki
að limgirðingunum við Holly Crouch og svo reið hún meðfram
Dodyland Shaw og veginn til Colespore. — Niður hæðina —
og þarna var Fuggesbroke í slakkanum fyrir ofan hana —
Fuggesbroke, sem ekki var lengur gamalt óðal, úr sér gengið