Rökkur - 01.06.1952, Síða 295
RÖKKUR
343
ur og Mary Tuktone við að veita móttöku Thomasi Harman.
Og eiginmaður hennar hafði ekki lokið við að lýsa yfir trausti
sínu á Harman, er kona hans greip fram í fyrir honum og á-
varpaði prestinn þannig:
„Það er alveg rétt af yður að gruna hann. Sonur hans er
kvæntur dóttur mótmælandanjósnara.“
„Njósnara — hver er hann — og hvar er hann nú?“
„Nei, nei, hann er ekki njósnari," sögðu þau bæði í kór, Riehard
og Katrín, en þó runnu hugsanir þeirra um þetta ekki í sama
farvegi. Tuktone var viss um, að Douce væri ekki njósnari,
heldur aðeins einn þeirra flóttamanna, sem sezt hafði að í
landinu og mundi öllu spilla. Katrín var hinsvegar orðin sann-
færð um, að hann væri njósnari, en þóttist viss um, að hún og
Harman og Tuktone myndu jafnan geta séð við honum.
En að lokum sigruðu þau Richard og Katrín, enda gat prest-
urinn tæplega neitað að veita hinum týnda sauð móttöku, þar
sem trú hans bannaði honum að snúast gegn iðrandi syndara
— og það þótt hans eigið líf væri í veði.
„Lofið honum þá að koma. Guð mun varðveita okkur, ef við
gerum Háns vilja. Hversu margir utanheimilismenn eru vænt-
anlegir.“
„Kannske fimm eða sex.“
Katrín var að hugsa um hvort hann myndi spyrja um hvem
einstakan þeirra, en það var sem meiri birta færðist í hin
þreyttu augu hans, er hann heyrði frá þeim sagt.
„Mér er það huggun, að þeir eru þó svo margir, sem hafa
látið ljós sálar sinnar loga í myrkri undangenginna ára,“ sagði
hann.
„Þetta er allt of fámennur hópur — hér í nærsveitunum búa
6—700 menn.“
„Um hina þarf eg ekki að spyrja?“
„Nei — þeir aka seglum eftir vindi. En sóknarkirkjurnar
standa auðar að kalla. Fólki er ekki um guðshús, sem hafa verið
rúin — og hafa ótrú á því, að tala við guð á sínu eigin máli.“
„Prestur, sem dveldist hér um tíma, mundi kannske komast
að raun um, að 9 af hverjum 10 séu enn kaþólskir í hug og
hjarta."
„Nei, ekki nú, minnist þess, að ný kynslóð hefir vaxið upp,
sem ekki var alin upp í kaþólskri trú, en hvað hefir hún fengið
í hennar stað — ?“
„Svo að er vér komum aftur er hús vort öllu rúið — en við