Rökkur - 01.06.1952, Síða 296
344
RÖKKUR
skulum taka vígið aftur. Vor Heilagi Faðir, sem hrakinn var
burt mun aftur koma og —“
Hann fékk svo sára hóstakviðu, að hann varð að grípa fyrir
brjóst sér, og Katrínu flaug í hug, að þessi maður gæti ekki átt
langt eftir.
„Beinum ekki tali okkar á hættulegar brautir," sagði Mary
Tuktone. „Göngum til kvöldverðar. Það hefir verið borið á
borð niðri.“
Þau settust að borðum og snæddu brauð og ost og salöt
og höfðu þunnt öl til drykkjar. í augum Katrínar var þetta sem
Hin Heilaga Kvöldmáltíð, því að áður en hún snæddi aftur
mundi hún sjá Frelsara sinn deyja á krossinum og stíga upp til
himna.......Hún var alvarleg og þögul meðan á máltíðinni
stóð og þegar að henni lokinni bjóst hún til að fara, en stundin
hafði verið ákveðin. Messa yrði sungin klukkan fjögur. Hún
yrði að vera komin klukkan hálfþrjú. Nú gat hún ekki komið
ríðandi með söng í glymjandi skeifum í eyrunum. Aðrir ómar
mundu fylla hugarhof hennar. Hún kvaddi Tuktonéfólkið, sem
hún átti að hitta aftur eftir nokkrar klukkustundir. Tuktone
sagði eitthvað við hana í gamni, en hún var ekki í skapi til þess
að svara honum í sama dúr.
22.
Undir eins og hún var komin á bak hesti sínum hvarf hátíð-
leikinn af henni. Það var farið að skyggja, henni var nautn að
mjúkum hreyfingum hestsins, og leið vel — og henni fannst
sem allir skuggar hefðu fjarlægst, þótt farið væri að húma, og
raulaði gamlar vísur fyrir munni sér, hátt, eins og áhyggjulaus
drengur, en við rætur Starwencrowhæðir var háfjara og vog-
urinn og áin og dalurinn — allt var hulið svarta myrkri, og er
hún reyndi að þræða veginn að vaðinu kenndi hún beygs, en
allt gekk vel, og brátt var hún komin í grasivaxnar hlíðarnar
fyrir neðan Conster. Hljóðfærasláttur barst að eyrum hennar
og hún gat ekki áttað sig á honum þegar í stað, en svo skildist
henni, að frændi hennar mundi leika á gígjuna fyrir móður
hennar — eina. Hún ætlaði ekki til þeirra. — Hún teymdi hest
sinn til hesthúsanna, fól hann knapa á hendur og spurði um
föður sinn. Og svarið var, að hann hefði farið með Douce niður
að stálbræðslunni með ljósker og herra Douce mundi koma
aftur með föður hennar.
Mundu þau aldrei losna við þennan mann — og enn kenndi