Rökkur - 01.06.1952, Side 298
346
ROKKUR
var alvöknuð og sá, að enn blikuðu stjörnur á himni yfir
Starvencrowhæð, en bjarminn virtist stafa af eldi einhversstaðar
í norðvestri. Hún reyndi að gera sér grein fyrir hvar væri að
brenna — sennilega kviknað í heystakki einhversstaðar. Hún
þurfti engar áhyggjur að hafa. Það var ekki farið að bregða
birtu. Einhversstaðar í húsinu sló klukka. Hún var aðeins eitt.
Hún gat sofið tvær klukkustundir enn. Hún átti jafnan gott
með að sofna, eins og þeir sem hraustir eru, og hún gat vaknað
á hvaða stundu sem hún kaus. Og meðan hún svaf varð bjart-
ara og stjörnurnar hurfu. Hún vaknaði á stundinni klukkan
þrjú. Hún gat klætt sig án þess að kveikja á kertinu. Það var
ekki enn farið að bregða birtu, en samt var svona bjart. Það
hlaut að vera eitthvað annað og meira en heystakkur, sem var
að brenna. Kannske var eitthvert bændabýlið að brenna til
kaldra kola — eða herragarðssetur — kannske — ? Nei, hún
varð að hrinda þessari hugsun frá sér en það var sem hún ætlaði
að kikna í knjáliðum, og hún var sjálfhend, er hún krækti að
sér kjólnum. Hún gekk að dyrum og lagði við hlustirnar. Skyldi
Robert Douce vera kominn á kreik .... eða beið hann kannske
einhversstaðar þar sem skugga bar á, til þess að njósna um
hana? Ef svo væri mundi hún leika á hann. Það var rúðulaus
gluggi í herbergi hennar. Þegar húsið var endurbyggt hafði hún
beðið föður sinn um að hafa gluggann þannig — því að henni
fannst, að þá yrði hún of innibyrgð. Þetta var lítill og mjór
gluggi, ekki breiðari en svo, að hún aðeins gat þrengt sér út um
hann, og svo stokkið niður, en það var aðeins 2ja-3ja metra hæð.
Grösin drupu af þunga hálffrosinnar daggar. Hún vissi, að
það mundi frjósa í birtingu, hún fann það á anganinni, sem
barst að vitum hennar, og hún sá það á stjömunum á austur-
himni, sem enn gat að líta lágt á austurlofti, og virtust hanga
þar sem blaktandi kerti. — Aftur greip hana ótti. Sami ótti og
áður. Nú var hún að klífa Starvencrowhæð, en sóttist seint —
fannst henni, því að hún var vön að fara um ríðandi, hratt sem
fugl flýgi. Og það var svo bjart — ekkert líklegra en að ein-
hver sæi til ferða hennar. Nú sá hún skuggann af hliðinu skammt
frá Holly Crouch — hún gekk hægt, læddist, og þungur, rakur
kjólfaldur hennar myndaði eins og slóð í grasinu. Allt í einu
fékk hún ákafan hjartslátt, því að maður nokkur steig fram úr
skugga við limgirðingu.
„Vertu ekki hrædd, Katrín,“ sagði maðurinn. „Það er bara
Tom Harman.“