Rökkur - 01.06.1952, Síða 299
RÖKKUR
347
„Af hverju ertu þarna?“
„Eg var að svipast eftir þér — þú verður að snúa við þegar.“
„Snúa við!“
„Vissulega, þegar í stað. Allt hefir komist upp um messuna
og hermennirnir komu til Fuggesbroke í nótt. Hefirðu ekki séð
bjarmann?“
Grunur hennar hafði þá reynst réttur. Vitanlega var það svo.
„Þeir báru þar eld að á miðnætti,“ hélt hann áfram, ,,en eg
hefi fyrir satt, að þeir hafi verið komnir þangað klukkan tíu.“
„Hefirðu verið þar? Sástu þetta sjálfur?"
„Nei, eg þorði það ekki — það gat kviknað grunur um, að eg
hefði átt einhvern þátt í þessu. Dihkon sagði mér, að það hefðu
verið vopnaðir menn allsstaðar. Þar að auki fær enginn að koma
þangað. — Svona fór það — og eg ræntur sáluhjálp minni.“
„Eg verð að fara þangað þegar í stað.“
„Það væri brjálsemi, Katrín. Þarna er fullt af hermönnum."
„Mér er sama. Þeir geta tekið mig höndum — sama er mér.
Þeir hafa sjálfsagt tekið Tuktone og Edwards prest. Bezt að
þeir taki mig líka.“
„Nei, sjálfrar þín vegna — allra okkar vegna. Farðu heim
til Conster, áður en þín verður saknað.“
Hann lagði hönd sína á handlegg hennar, en hún var sterk sem
stæltur foli og hristi hann af sér, hljóp af stað, og hann á eftir
henni, en hann þreyttist flótt, lasburða sem hann var, og varð
að nema staðar. En hún braust gegnum limgirðingu og hélt ó-
trauð áfram eftir brautinni þar til hún kom að Haneholtskógi,
og þaðan fór hún svo beint yfir til Colespore.
24.
Hún hugsaði um það eitt, að komast áfram, þrýsti olnbogun-
um að hliðunum og teygði fram hálsinn, áfram, áfram, þrátt
fyrir dragsítt blautt pilsið, sem var henni til þyngsla. Á þessari
stund þurfti hún aðeins á líkamsorku að halda, og sem betur
fór, átti hún hana í ríkum mæli. Hún hljóp fram hjá hlöðunum
í Colespore, — en þar virtist allt í svefni — áfram, áfram í átt-
ina að bálinu og skelfingunni. Nú blasti það við — Fuggesbroke
— með teygjandi eldtungur út um alla glugga. Á ána sló eld-
rauðum bjarma. Brátt stóðu aðeins gaflarnir uppi og dofnaði
yfir eldinum. Hún sá engan á ferli, hvorki hermenn né aðra.
Hún hægði á sér, og henni fannst stunur og andvörp berast að