Rökkur - 01.06.1952, Síða 300
348
RÖKKUR
sér úr öllum áttum, en það var bara más hennar sjálfrar, því að
hún var lafmóð orðin. Brátt heyrði hún snark og bresti og megn
brunalykt frá hinu brennandi húsi barst að vitum hennar.
Ekki hafði hún enn komið auga á neinn. Augljóst var, að
tilraun hafði verið gerð til þess að brjóta niður brúna yfir ána,
en mistekist eða verið hætt við það. Hún hélt yfir hana og hún
sá, er hún leit í kringum sig, að þarna hafði verið mergð ríðandi
manna, en enn sá hún engan. Hitinn var orðinn megn. Miklu
nær gat hún ekki farið. En nú kom hún loks auga á hóp manna,
við skógarjaðarinn hinum megin, en það blikaði ekki á nein
vopn, — þetta hlutu að vera heimamenn, og hún flýtti sér til
þeirra og kallaði:
„Það er Katrín Alard. Er Richard Tuktone þarna? .... Agnes,
Susanna, Margrét?“
Einhver þaut út úr hópnum, þrátt fyrir viðvörunaróp, á
móti manni, og á næsta andartaki var hún umvafin örmum
titrandi, grátandi ungrar stúlku.
„Agnes, Agnes!“
„Kata.“
„Eg frétti þetta — Harman sagði mér frá því, er eg var á leið
hingað — hvað gerðu þeir?“
„Þeir — drápu föður minn.“
„Ó. ... ó ....“
Þær stóðu kyrrar í sömu sporum, í faðmlögum, og grétu, og
loks kom einhver og mælti:
„Komdu, Agnes! Af hverju komstu hingað, Katrín?“
Það var Mathew Tuktone, elzti sonurinn. Hann var svartur
af sóti í framan. Augu hans leiftruðu.
„Af hverju eg kom,“ sagði Katrín hikandi. „Eg kom af því,
að eg ætlaði mér að koma — og á leiðinni sagði Harman mér
hvað gerst hafði. Hví skyldi eg aftur snúa! Eg sá engan á leið-
inni.“
„Sástu engan? Það var gott.“
Rödd hans var dálítið hlýlegri.
„Þá getum við kannske borið Jane til Colespore nú þegar,“
sagði einhver.
Katrín var komin inn í hópinn, sem safnast hafði saman í
skjóli eikitrjánna í jaðri Rockers Wood. Þarna var aðeins Tuk-
tone-fjölskyldan og vinnufólkið. Jane lá á ábreiðu, sem breidd
hafði verið á jörðina, og Susanna kraup á kné hjá henni og hélt
á einhverju, sem vafið var í sjal. Það var nýfætt barn. Mary