Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 301
RÖKKUR
349
Tuktone sat á trjástofni, föl sem nár, og starði fram stórum
augum. Katrínu fannst, að hún væri í hópi steingervinga, en
ekki lifandi manna.
„Eg — eg kom til þess að hlýða messu,“ byrjaði hún. Svo kom
gráturinn upp hjá henni. Grátur hennar minnti á kvak fugls,
sem hefir verið ræntur hreiðri sínu.
„Gráttu ekki, Kata mín,“ sagði Agnes Tuktone. „Enginn sakar
þig um neitt.“
„En eg vildi, að guð gæfi, að við hefðum ekki farið að hennar
ráðum varðandi Thomas Harman,“ sagði Hathew.
„Eg þori að vinna eið að því, að hann hefir ekki svikið okkur.“
„Nei, en eg þori að fullyrða, að það sé þessi djöfuls njósnari,
Robert Douce, og hann hefir frétt það frá dóttur sinni.“
„Hún veit ekkert. Hvernig ætti hún að vita það?“
„Thomas kann að hafa sagt eitthvað í ógáti, svo að henni
hefir skilist hvað til stóð. Reynslan ætti að hafa kennt okkur,
að engum er að treysta.“
„Já,“ sagði Giles bróðir hans, „við höfum treyst of mörgum.“
Katrín fann kuldann í þessum orðum — fann, að fjölskyldan
hafði snúist gegn henni, nema Agnes, sem var eini vinur hennar
þar, þar sem Richard var fallinn frá. Það fór ekki fram hjá
henni, að ekki kom orð yfir varir Mary Tuktone, — hún bara
sat þarna og starði fram hálfbrostnum augum í brennandi rúst-
irnar. Katrínu langaði til að mæla til hennar hughreystingar-
orðum, en áræddi það ekki. Þess í stað mælti hún til Agnesar:
„Agnes mín, — hvernig vildi það til, að faðir þinn —?“
„Hann reyndi að verja sig og það, sem honum og okkur öll-
um er heilagt — hluti, sem þeir fundu og svívirtu. Það var
hermaður, sem .... nei, eg get ekki sagt það ... .“
Hún fekk grátkast.
„Og faðir Edwards?“
„Þeir tóku hann höndum og fóru með hann til Chichester.“
í þessum svifum kom þungt andvarp frá Jane Tuktone og
þegar söfnuðust menn í kringum hana.
„Vissulega getum við flutt hana til Colespore nú,“ sagði
einhver.
„Kata segir, að hermennirnir séu farnir,“ sagði annar.
„Sástu nokkurn í grennd við Colespore, Kata?“
„Ekki sál.“
„Of hræddir til þess að láta á sér bæra, geri eg ráð fyrir.
Jæja, Sinden ætti að geta farið á kreik nú.“