Rökkur - 01.06.1952, Page 304
352
RÖKKUR
engum. — Hún fálmaði eftir lokunni á svefnherbergishúrð
sinni, komst einhvem veginn inn, og varpaði sér í leirugum
kjólnum á rúmið, og hár hennar, fullt af hálfvisnuðu laufi
næstum huldi andlit hennar. Hún sofnaði um leið og hún lagð-
ist niður.
26.
.Er hún vaknaði komst hún að raun um, að ekki var um annað
talað í allri sveitinni en Fuggesbroke-brennu. Þerna hennar
gat ekki um annað talað, þegar hún kom til að vekja hana.
„Hamingjan góða, Katrín,“ sagði hún. „Eg verð að ná þér
í hreinan kjól.“
„Nei, farðu.“
„Eg verð þó að fá að greiða þér. — Og eg verð að segja þér
fréttirnar. Þeir komu í nótt og brenndu Fuggesbroke til ösku
og vógu Richard Tuktone.“
„Nick og knaparnir sögðu mér það. Þeir segja, að hann hafi
verið höfuðpaurinn í samsæri um að drepa drottninguna og
prestur sem átti að galdra fram djöfulinn hafi fundizt þarna
líka.“
„Hættu blaðri þínu, heimska kona eða eg slít tunguna úr
munni þér. Náðu mér í eitthva að eta, því að eg er banhungruð.“
Hún ætlaði sér ekki að fara niður fyrr en faðir hennar og
Robert Douce væru farnir. Hún vildi ekki verða að svara nein-
um spurningum — og ekki við föður sinn ræða um þetta með-
an hugir manna voru í uppnámi, né heldur gat hún sýnt hon-
um bréf bróður síns. Sannast að segja þótti henni ráðlegast
að brenna það, því að hún óttaðist að hann kynni að komast
að öllu og það leiða til dauða bróður hennar — Robert Douce
— ef hann kæmi nú mundi það hafa þau áhrif á hana, að hún
myndi æpa, ef hún með því gæti tæmt hjarta sitt af þeirri
skelfingu, sem tár hennar gátu ekki slökkt....
Dagurinn var leiður og langur — ætlaði aldrei að líða. Hún
vissi, að þótt hún gæti komizt hjá að svara spurningum föður
síns, mundi verða erfiðara við móður hennar að fást. Hún sá
skuggana færast nær og spjótsodda og sverðsbrodda illra hugs-
ann agægjast þar fram. Hvorki hún eða Oxenbrigge mundi
sýna henni nokkra miskunn.
„Svo að vinir þínir fengu að kenna á því í gærkvöldi,“ sagði
hann. „Það var mikil mildi, að þú skyldir ekki lenda í þessu."