Rökkur - 01.06.1952, Side 306
354
RÖKKUR
um daginn og veginn. En samt gat hún ekki knúið sig til þess
að fara. Hún fann, að hún gæti ekki þolað góðvild hans nú,
því að hún mundi verða vör undiröldu sigurkenndar í hverju
orði hans og þakklætis yfir því, sem gerzt hafði í Fuggesbroke.
Niðurstaðan varð sú, að hún yrði að bera byrðar sorgar sinnar
ein og hjálparlaust.
Hún háttaði og lagðist fyrir og reyndi að hlýða ekki á óma
gígjunnar. Nú fannst henni, að þetta væri tómahljóð, áhrifa-
laust, sem barst til hennar úr herbergi móður hennar — og
hún leit ekki lengur á gígjuna sem hljóðfæri, hún var verk-
færi til að villa sýn, það voru falskir tónar, sem komu úr henni.
Það var ekki söngur ástarinnar, sem barst til hennar heldur
yglitónar flærðar og fals. Hún ætti kannske að segja föður sín-
um frá þessu? Nei, hvernig gæti hún gert það? Hann bar fullt
traust til konu sinnar, grunaði ekki neitt. Og sízt af öllu, að
frændi hans væri friðill konu hans. Og gat hún vitað, að þetta
væri svo í rauninni. Var eitthvað óhreint á sveimi í huga henn-
ar. Munda cor meum, Domine. Ó, guð, borg mín er á
bjargi byggð — ó, þér helgu menn og englar, allir þér, sem
kennt hafið sannrar ástar, biðjið fyrir mér .... hvað hafði hún
sagt? Hún var að detta út af. Hún vildi sofa, sofa, þér heilögu
guðs englar, biðjið fyrir mér — biðjið fyrir mér. Hún datt í
svefn. Hún vaknaði. Og gígjan var þögnuð.
28.
Myrkrið og kyrðin réðu ríkjum í húsinu. Það hlaut að vera
komið fram yfir miðnætti. En allt í einu sló klukka 9 högg.
Hún furðaði sig á þessu. Hún hafði þá ekki sofið nema tvær
stundir. — Af hverju var allt svona kyrrt í húsinu? Menn tóku
ekki að jafnaði á sig náðir svona snemma. Þá heyrði hún allt í
einu föður sinn kalla niðri:
„Kona, hvar ertu?“
Hvar var móðir hennar — og hvar var gígjan? Hún heyrði
ekkert, nema fótatak fótatak tveggja manna niðri. Faðir hennar
og Robert Douce voru komnir heim úr stálbræðslimni — á
því var enginn vafi......Allt í einu var hurð hrundið opinni
og mannamál barst að eyrum hennar, óttasleginna, reiðra, kátra,
drukkinna — hún gat ekki gert sér grein fyrir því. Raddirnar
bárust til hennar úr dyngju móður hennar, ekki úr forsalnum.