Rökkur - 01.06.1952, Page 307
ROKKUR
355
Faðir hennar hlaut að hafa farið inn til hennar. Tveir menn
ræddust við. — Meðan hún lagði við hlustirnar varð hún gripin
skelfingar ótta. Þeir deildu harðlega. Það var ekki um að vill-
ast, né hvað deilunni olli. Það voru þeir faðir hennar og Oxen-
brigge sem skiptust á orðum. Hún settist upp í rúminu og reyndi
að heyra orðaskil, en gat það ekki. Um aðeins eitt var hún viss.
Þeir voru reiðir. Á milli heyrði hún rödd móður sinnar. Móðir
hennar mælti líka af reiði — skrækum rómi. Þau urðu hávær-
ari —: og svo heyrði hún allt í einu brak og bresti og ýlitóna
eins og vesalt dýr væri að gefa upp öndina. Það voru þandir
strengir gígjunnar sem slitnuðu, er hún var mölvuð mjölinu
smærra.
Hún spratt upp úr rúminu, varpaði skikkju á herðar sér og
hentist niður stigann. í forsalnum logaði á kertum og hún sá
Robert Douce sitja þar, eins og hann væri að bíða eftir ein-
hverjum. Hún hafði gleymt honum og brá, er hún sá hann,
sitjandi á bekk með krosslagðar hendur á brjósti, starandi, á-
kveðinn á svip, inn í skuggana. Þegar hann sá hana stóð hann
upp og mælti:
„Jungfrú Katrín, farið ekki inn!“
En hún veitti orðum hans enga athygli, þaut fram hjá honum
og í áttina til dyngju móður sinnar, en dyrnar voru í litlum
göngum, sem lágu inn úr forsalnum. Það var furðulega dimmt
þarna. Eina birtan var frá logandi kerti í höndum föður hennar.
Önnur ljós höfðu slökkt verið.
í hinni daufu skímu sá hún móður sína og Oxenbrigge standa
andspænis föður hennar — á gólfinu lá gígja Oxenbrigges í mol-
um, ^n böndin höfðu dreifst og minntu á blóðugar rákir. Þeim
var öllum svo mikið niðri fyrir, að í fyrstu veittu þau henni
enga athygli, þar sem hún stóð í gættinni og horfði á móður
sína, — og þannig hafði hún aldrei séð hana fyrr, né neina móð-
ur — óttaslegna, fálmandi, starandi móður, sem skjálfandi
fingrum reyndi að krækja að sér kjól sínum. Oxenbrigge var
og breyttur. Hinn hreini, heiði haukssvipur var horfinn, hár
hans var úfið, klæði hans velkt. Katrín starði á þau — og skild-
ist hvernig í öllu lá. Hún stóð í sömu sporum sem rígnegld og
gat ekki hrært sig, er móðir hennar allt í einu kom auga á hana
og æpti:
„Farðu, farðu!“
Þá sneri faðir hennar sér við og mælti:
23