Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 308
356
RÖKKUR
„Kata, farðu héðan. Það er bezt, að þú komir hér hvergi
nærri.“
Loks hrökklaðist hún aftur á bak — út í göngin, og hallaði
sér titrandi að veggnum. Góður guð, bað hún, hvernig fæ eg
afborið þetta. Móðir mín, ó, vesalings faðir minn! Hún heyrði
enn reiðiorð þeirra og heitingar. „Varmenni, þú skalt engu fyrir
týna nema lífinu —“,-----„Alard, Alard, vertu miskunnsam-
ur.“ — „Þú sinntir ekki konu þinni, þú hugsaðir ekki um ann-
að en stál og gull,“ sagði Oxenbrigge, því að það var hórkarl-
inn, sem talaði. — Katrín beit á vör sér, gripin angist og kvíða.
Allt í einu var hönd lögð á öxl henni: „Komið, júngfrú Katrín.“
Robert Douce fekk hana til þess að setjast á bekk í forsaln-
um og færði henni glas af víni. Hún hafði ekki þrek til þess
að v.ísa honum burt, þótt hún óskaði þess, að hann væri langt
í burtu Robertsbridge, í Frakklandi, og bezt hefði verið,
ef hann hefði aldrei stigið þar fæti sínum. í örvilnan sinni
fannst henni einhver veginn, að ekkert illt hefði komið fyrir,
ef hann hefði haldið kyrru fyrir í sínu eigin landi.
Enn var deilt harðlega og allt í einu glamraði í vopnum.
Skerandi neyðaróp konu heyrðist um allt húsið. Katrín og
Douce spruttu á fætur. Hann bað hana að víkja þétt að veggn-
um, en beið ekki til þess að sjá hvort hún færi að ráðum hans,
og þau þustu bæði fram, þar sem þeir Alard og Oxenbrigge
stóðu hvor andspænis öðrum með brugðin sverð. Við skímu
frá einu kerti voru þeir farnir að berjast.
„Herrar mínir, fram í salinn, fram í salinn. C’e s t i m p o s-
sible de vous battre ici. Impossible!“ — (Það er
ógerlegt að berjast hér — ógerlegt).
Þetta var í fyrsta skipti, sem Katrín hafði séð hann í hugar-
æsingu, og án þess hann vissi af hafði hann mælt á sínu eigin
máli, sem enginn skildi þarna, nema Elisabeth Alard. Á næsta
andartciki var sem hann hefði tekið ákvörðun um hlutlausa
afstöðu, og hann stóð þarna með krosslagða arma á brjósti,
og virti fyrir sér þá, sem börðust. Alard hafði lagt frá sér
kertið á borðið, en kona hans þrifið það. Hún hélt því hátt á
loft með titrandi hönd, svo að skuggamir voru á einlægu iði
um veggina og virtust taka þátt í hildarleiknum, og var sem
hálf tylft manna berðist en ekki bara tveir enskir herramenn.
„Lofið mér að komast til móður minnar,“ kallaði Katrín.
En Robert Douce hreyfði sig ekki úr sporum. Katrínu fannst
sem móðir hennar væri mitt í bardaganum, umvafin skuggum