Rökkur - 01.06.1952, Síða 309
RÖKKUR
357
eða veikri skímu, og blikandi sverðsoddar allt í kringum hana.
Hún barði á herðar Douce til þess að fá hann til þess að hleypa
sér fram hjá, en hann hreyfðist ekki úr sporum. Hann var eins
og járnið, sem hann vann úr jörðu. En nú fór hún að gefa
gaum keppendunum og sá, að faðir hennar hafði betur. Hann
hafði hrakið Oxenbrigge út í horn, og þar átti hann í vök að
verjast. Þótt harjn væri yngri var hann móðari, og allt í einu
kviknaði sú ósk í huga hennar, að faðir hennar gengi af hon-
um dauðum.
Allt í einu heyrði hún þrusk og þys að baki sér og var þar
allt þjóna og þernulið komið fyrir forvitni sakir, til þess að
vera vitni að vansæmd heimilisins.
„Farið, farið,“ kveinaði Katrín.
í þessum svifum sveiflaðist til handleggur móður hennar
og kertið hentist í loft upp og slokknaði á því í fallinu, og
andartak var koldimmt — mikið glamur, vopnabrak, þungt
fall, andvarp. Og nú voru blys kveikt og er þeim var lyft
var bjart hið efra um loft og veggi, en er blysin voru lækkuð
lagði bjarmann á gólfið og í hvert horn og að lokum á blett-
inn, þar sem Alard lá.
29.
Robert Douce hlaut að hafa vikið til hliðar, því að Katrín
vissi það næst af sér, að hún kraup á kné við hlið föður síns.
Hún þreifaði undir skyrtu hans og hönd hennar varð blóðug.
Hann hreyfðist ekki, enginn andardráttur heyrðist.
Hún fekk ekki mælt, en leit upp á Oxenbrigge, sem hallaði
sér að gluggakistunni og var að slíðra sverð sitt, en Elisabet
Alard lyfti hönd sinni, eips og hún enn héldi á kertinu.
„Móðir,“ sagði Katrín, „komdu og hjálpaðu mér.“
En hún virtist ekki geta hreyft sig úr sporum. Hún stóð
þarna áfram með upplyftan armleg'g og endurtók í sífellu:
„Hann er dauður, hann er dauður.“
„Já,“ sagði Katrín, og lagði hönd sína á hjarta föður síns,
„hann er dauður.“
Þá kom hreyfing á Oxenbrigge og hann ætlaði að ganga
til dyra.
Enginn virtist áræða að stöðva hann.
„Þetta var heiðarlegur leikur,“ sagði hann í dyrunum. „Hann
bauð mér að draga sverð úr slíðrum og verja hendur mínar.“