Rökkur - 01.06.1952, Page 310
358
RÖKKUR
„Þú vógst hann í myrkri.“
„Hann sótti að mér og eg lagði til hans. Það dimmdi óvænt
og við gátum ekki hætt.“
Katrín gat ekkert frekara sagt. Hún vissi orsök þess, að
dimmdi.
„Eg ríð til húss föður míns,“ sagði Oxenbrigge. „Ef einhver
ættingja Alards leitar mín er mig þar að hitta.“
Og hann stikaði út.
„Oxenbrigge,“ veinaði Elisabet, „Oxenbrigge.“
En hann var farinn. Og ómurinn af fótataki varmennisins
þagnaði skyndilega. Hurð var skellt að stöfum........
Elisabet Alard hneig niður við mikið skrjáf í slikiklæðun-
um. Katrín hreyfði sig ekki. Hún gat ekki fengið sig til að
snerta við henni.
En nú ruddist inn Magde Piers, þerna frúarinnar, lyfti henni
upp og mælti:
„Komið, lafði mín, þetta er reynslu og sorgardagur fyrir
yður, og þér eruð hvíldar þurfi. Komið og hvílizt.“
Hún leit þóttalega á alla viðstadda, er hún leiddi burt grát-
andi húsmóður sína.
„Þið ættuð að aumka hana, — þetta var ekki henni að kenna.
Örlög hennar voru skráð í stjörnurnar. Enginn má sköpum
renna.“
30.
Langur tími virtist líða þar til allir voru farnir. Katrín stóð
þarna og hlustaði eftir þungu fótataki þeirra, sem báru burt
lík föður hennar — um forsalinn og upp í svefnherbergi hans,
þar sem hann mundi hvíla, þar til hann yrði fluttur til hinstu
hvíldar í Leasankirkjugarði. Hún vissi, að hún hefði átt að
fara upp, eins og móðir hennar hefði átt að gera, til þess að
sjá um, að líkið yrði þvegið og um það búið sem venja var til,
lesa bæn og signa það, en þetta mundi nú vera hlutverk gömlu
Joan — og það mundu ekki vakna sömu tilfinningar í brjósti
hennar, er hún leit á andlit hans.
„Pabbi, pabbi,“ kallaði hún allt í einu og það var auðn og
tóm í hjartanu, og hún vissi varla, að hún hefði rekið upp
angistarvein, fyrr en Robert Douce stóð við hlið henni og
mælti:
„Er nokkuð, sem eg get gert?“