Rökkur - 01.06.1952, Page 311
RÖKKUR
359
Hún hafði gleymt nærveru hans. Nú vissi hún, að hann
hafði staðið þarna allan tímann, lagt við hlustirnar, gefið henni
gætur.
Hún fylltist viðbjóði á honum og mælti:
„Nei — ekkert frekara.“
Hann skildi ekki hvað hún var að fara.
„Væri ekki bezt, að eg færi eftir lækni?“
„Jú, sem fyrst, farið —,“ sagði hún til að losna við hann.
„Eg ríð þegar til Hastings."
„Ríðið til helvítis ef þér viljið,“ sagði hún og þaut fram
hjá honurn og upp í herbergi sitt.
Klukkan sló tíu. Hafði allt þetta gerzt á einni klukkustund?
31.
Katrín lá lengi andvaka — í fyrsta sinn ævinni. Hún hlustaði
eftir í hvert skipti sem klukka sló í húsinu — og henni fannst
tíminn aldrei ætla að líða. Milli klukkan 3 og 4 heyrði hún
að gengið var um í húsinu. Það hlaut að vera læknirinn, sem
kominn var til móður hennar. En Katrín vildi ekki fara á fæt-
ur — Magde Piers gat farið. — Hún hafði þreytuverki í öll-
um líkamanum, en henni fannst höfuð sitt eins og logandi blys.
Hún gat ekki látið höfuðið hvíla kyrrt á koddanum — bylti
því ýmist til þessarar hliðarinnar eða hinnar. Fyrir sólarhring
hafði hún hlaupizt á brott á flótta undan sorgum Agnesar
Tuktone, því að hún hafði fyrir engri vansæmd orðið í hinni
miklu sorg sinni — betra hefði verið, að Conster hefði brunnið
til ösku eins og Fuggesbroke. Betra hefði verið að faðir hennar
hefði látið lífið sem fórnardýr en sem kokkáll. Betra hefði
verið ef móðir hennar hefði setið vitskert á steini og róið
fram í gráðið, en legið vælandi í rúminu af þrá eftir friðli
sínum.
Aðra stundina ásakað hún sjálfa sig. Hún hefði átt að að-
vara föður sinn. Samt hafði hún áður ásakað sjálfa sig fyrir
að ala slíkar hugsanir — óguðlegar hugsanir. Hún hefði reynt
að telja sjálfri sér trú um, að ekki væri eins ástatt og allt
benti til. Hvað mundi faðir hennar hafa sagt, ef hún hefði
farið til hans og sagt honum slíka sögu? .... En hún hefði
átt að fara til hans. Ó, guð minn, við höfum öll svikið þig —
aðeins Simon er saklaus — og hvað getur hann gert? Bráðum
kemur hann heim — og hver verður aðkomgji?