Rökkur - 01.06.1952, Page 313
ROKKUR
361
„Lengur en eg — en þú hefir alltaf verið eins og strákur.“
Katrín skipti litum.
„Eg læt ekki bjóða mér, að þannig sé talað við mig.“
„Hvers vegna ekki?“
„Ekki eftir það, sem gerðist í gær.“
Báðar voru rauðar upp í hársrætur, er þær horfðu hvor á
aðra.
„Hverju hefir það breytt — er eg ekki móðir þín?“ spurði
Elisabet Alard hikandi.
Katrín svaraði engu.
„Svaraðu, Kata, er eg ekki móðir þín?“
Katrín fór að gráta. Elisabet horfði á hana um stund, án
þess að mæla orð af vörum, leit svo undan og mælti:
„Þú átt við það, að þú getir ekki fyrirgefið mér, að eg festi
ást á öðrum manni en föður þínum. Þú ert heimsk og skiln-
ingslaus eins og sveitastelpa og það hefir alveg farið fram hjá
þér hvað eg hefi orðið að þola — hversu einmana eg hefi verið
— meðan faðir þinn hugsaði ekki um neitt annað en stálbræðslu
og peninga— aldrei um mig, en eg mun ekki tala illa um þá,
sem látnir eru. Eg segi aðeins, að eg var einmana, og enginn
hirti um mig — og ekki var umhyggjan hjá þér, á þeysireið
jafnan út um allar sveitir, eins og hin villta Jóhanna, með
ekkert annað en trúargrillur í kollinum. Heim komstu ekki
nema til þess að fá þér blund og gleypa í þig matarbita. Þú
átt þinn þátt í hvernig fór.“
Katrín svaraði engu.
„Og nú hlakkarðu yfir, að vera laus við mig, en eg spyr:
Hvað geturðu án mín? Fé föður þíns rennur til mín, þar til þú
giftist, og það eru nú ekki neinar líkur fyrir því. Thomas Al-
ard frændi þinn tekur hér við öllu og mun vafalaust setjast
hér að með konu sína og börn — og þar af leiðandi verðum
við að fara. Hvernig ætlarðu að komast af án mín?“
„Eg hefi ekki slitið tengsl við þig.“
„En þú lítur ekki á mig sem móður þína lengur?“
„Það sagði eg ekki.“
„En í huga þínum gerir þú það. Þú elskar mig ekki lengur.“
„Hvernig gæti eg elskað þig, eftir það sem þú gerðir í gær-
kvöldi?“
„Hafirðu nokkurn tíma elskað mig, þá elskarðu mig enn. Eg
hefi sagt þér hvernig afskiptaleysi föður þíns hrakti mig í