Rökkur - 01.06.1952, Side 316
364
RÖKKUR
henni til að gráta — en hún er sjálf völd að því, að mér er
hatur í hug,“ og svo fór Katrín að raula vísu um stúlkuna,
sem kvaðst fús til að giftast næsta laugardag, hverjum er koma
vildi. Magde vítti hana frekara, en Katrín sinnti henni ekki,
og Magde gekk til húsfreyjunnar, en úr herbergi hennar heyrð-
ust nú grátstunur, en yfirborðsglaðværð Katrínar hvarf skyndi-
lega, og hún varð eins og hún átti að sér. Hún skildi ekki
móður sína. Henni fannst aðra stundina sem hún væri allt
önnur manneskja en hina — og hvoruga fengi hún skilið. —
Gat gangur stjarnanna virkilega haft nokkur áhrif á örlög
manna? Gátu himintungl í óra fjarlægð haft þau áhrif, að
hreinlynd, vel upp alin kona hagaði sér sem lauslætisdrós eða
að góð kona gerðist grimmlynd? Hér stangaðist á það, sem
trúin kenndi og lærðir menn höfðu haldið fram — og þótt lækn-
arnir væru farnir að hverfa frá því, að rekja orsakir veikinda
manna til áhrifa frá stjörnunum, höfðu þeir enn mikla trú á
þeirri orku, sem jurtir jarðstjörnunnar höfðu dregið til sín úr
henni og loftinu, sem um hana lék. Fyrir fimm árum hafði
móðir hennnar verið viðkvæm, hlédræg kona, og þrátt fyrir
nokkurn hroka og fyrirlitningu á sveitamennskubragnum, sem
var á Alard-mönnum og konum, var hún aldrei kuldaleg hvorki
við mann sinn né börn. Vissulega var breytingin, sem á henni
var orðin utanaðkomandi — vegna óheppilegra áhrifa utan
úr himingeimnum. Hugsanirnar um, að jarðstjarnan væri hluti
alheimskerfis, er lyti lögmálum stjarna og tungla í geimi, þar
sem ekki var rúm fyrir guð og göfug hjörtu manna, sem höfðu
til að bera þokka, persónuleika, frjálsan vilja og voru illum
örlögum háðir — fylltu haua ósegjanlegum hryllingi. Og þetta
hafði þau áhrif á hana að henni varð óglatt og svimaði og hún
reikaði að veggnum, sér til stuðnings. Andartak varð dimmt
fyrir augum hennar — og henni fannst árþúsundir hafa liðið
— og er af henni bráði hallaði hún sér enn upp að veggnum
—• umvafin sólskini.
34.
Hún fór inn í herbergi sitt og fór að snyrta sig til. Brátt
var barið að dyrum og inn kom þema hennar, Nan Jordan, og
hafði á orði, að hún liti illa út. Katrín kvaðst vera vel frísk
og hún gæti farið. Nan hafði þá á orði, að hún hlyti að vera
matar þurfi, því að hún hefði einskis neytt frá því kvöldið