Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 321
RÖKKUR
369
38.
Hún sat alein í svefnherbergi sínu, huldi andlitið í höndum
sér og reyndi að hugsa.......Nicholas Pecksall, — hún hefði
átt að geta sagt sér þetta sjálf .... eða var Robert Douce að
ljúga þessu upp til þess að velta sökinni á annan. Nei, rödd
hans, tillit augna hans, framkoma hans öll hafði borið sann-
leikanum vitni. Og hví skyldi hann ljúga — hið sanna hlaut
að koma í ljós fyrr eða síðar. Hann hafði talað um orðróm,
þetta hafði þá verið á allra vitorði, — þetta var þá það, sem
Nicholas Pecksall gat gert vegna haturs síns á Tuktonefólkinu
— en með þessum svikum sveik hann einnig þá trú, sem enn
bjó í hjarta hans — og með þessum svikum hefði hann getað
valdið dauða mínum, hugsaði Katrín, og vissulega hatar hann
mig ekki.
Hún gat ekki trúað því, að hann vildi vera valdur að því, að
hún yrði sett í fangelsi — og kannske líflátin. Hún mundi
hversu hann hafði lagt að henni, að leggja sig ekki í hættu —
hún hafði jafnvel fengið fyrirlitningu á öllu þessu hjali hans
um öryggi.
Orðrómur, sem fór um heila byggð og kannske fleiri en eina,
var að öllum líkindum ósannur, hvað sem leið málshættinum
„sjaldan lýgur almannarómur". Kannske var hann í rétti sínum
— kannske var honum skylt að skýra frá starfsemi trúvillinga
í sókn sinni — að minnsta kosti mundu margir ætlast til þess
af honum. En hvað sem þessu leið — hún hafði ekki sagt honum
daginn né stundina. Einhver annar hlaut því að hafa lagt hon-
um vitneskju í té. Harman kannske. Hún vildi ógjarnan ætla
honum illt, en þó fremur honum en Pechsall. Því að ef það var
Pecksall var það hennar verk. Hún hafði verið ræðin um of, er
hún ræddi við hann — en það var vegna þess, að hún bar fyllsta
traust til hans — hún var svo viss um, að hann vildi ekki fremja
illan verknað. Hann kunni að aka seglum eftir vindi og gerði.
Pilatus gat hann verið, en Judas ekki....Kannske hafði hann
komist að raun um það allt.í einu, að grunur hvíldi á honum,
og hann hefði gripið þetta tækifæri til þess að hreinsa sig. Hún
varð að fá að vita hvernig í þessu lá. Hann mundi ekki ljúga að
henni, nema hann hefði allt í einu orðið háður djöfullegum á-
hrifum. — Hún hljóp til hesthúsanna og bað um hest og svo
þeysti hún í áttina til Starwencrowhæðar og yfir hana.
. 24