Rökkur - 01.06.1952, Page 323
RÖKKUR
371
Að lokum beið hún í herbergi, þar sem allir veggir voru huld-
ir bókum, á hverju borði og jafnvel stólum hlaðar af bókum.
Hún hafði nægan tíma til þess að líta í kringum sig, því að enn
varð hún að bíða í tuttugum mínútur.
„Katrín — elsku bam.“
Andartak var hún orðlaus — svo hlýlega hafði hann mælt.
Hann heilsaði henni með handabandi og var sem hann ætlaði
aldrei að sleppa hendi hennar.
„Eg er þakklátur fyrir, að þú komst, því að eg hefði ekki haft
tíma til þess að ríða til þín. Eg var í Conster í morgun, en eg
vildi ekki láta vekja þið, því að eg vissi, að þú mundir vera
svefns þurfi.“
„Eg — eg þurfti að finna þig.“
„Viltu ekki glas af víni? — Eg á portúgalskt vín, sem er styrkj-
andi.“
Hún hristi höfuðið. Henni þótti næstum betra að deila við
hann en að verða að þola góðvild hans, eins og komið var.
„Þökk, eg er nýbúin að borða. Eg þarf einskis.“
Hann sá, að henni leið illa, og vildi ekki leggja fastara að
henni að þiggja neitt. Þau settust — hann gegnt henni, en milli
þeirra var borð, sem hún lagði hönd sína á.
„Eg vildi, að eg gæti huggað þig, Katrín,“ sagði hann og greip
hönd hennar — og einhvern veginn yljaði það henni alveg að
hjartarótum, en allt í einu mundi hún, og kippti að sér hendinni.
Hann varð undrandi á svip og henni skildist, að hann hafði ekki
hugmynd um hvers vegna hún var komin. Hann hélt, að hún
hefði komið til að leita huggunar í vansæmd og sorg.
„Katrín, þú veizt, að eg er vinur þinn.“
Þarna bauðst henni tækifæri, sem hún var ekki sein á sér að
nota.
„Eg — veit það ekki, — eg er ekki viss um það?“
Hann skipti litum. Var það vegna sektar — eða hafði hún
móðgað hann?
Hún knúði sig til þess að tala rólega.
„Viltu segja mér hvernig það fréttist, að syngja ætti messu
í Fuggesbroke?“ spurði hún.
„Það fréttist ekki,“ svaraði hann greiðlega, „ella mundu her-
mennirnir hafa komið þar meðan messa var sungin og ekki sjö
klukkustundum fyrr.“
Hún sá að hann færðist undan að segja eins og var. Allt í einu
fann hún, að frá þeirri stund, er hún kom inn í herbergið hafði
24