Rökkur - 01.06.1952, Síða 325
RÖKKUR
373
„Þegar eg talaði — var áform ykkar kunnugt — í höfuðatrið-
um — um alla sóknina.“
„Eg trúi því ekki.“
„Eg þú vilt ekki taka orð mín trúanleg verður svo að vera,
en það hryggir mig mjög. Eg get ekkert sannað, en þetta virtist
vera á allra vitorði. Mér fannst, að hið eina, sem eg gæti gert,
væri að hafa hraðan á þér til bjargar — og láta afleiðingarnar
bitna á Tuktone einum. Það heppnaðist — guð veri lofaður!“
„Og þú getur lofað guð — fyrir það! Guð minn góður! Aldrei
mun eg trúa því, að vinir okkar hafi svikið okkur. Berðu ekki
fram fleiri1 slíkar afsakanir, því að eg vil ekki á þær hlýða.“
„Eg þarf ekki að bera fram neinar afsakanir, því að eg gerði
það, sem eg taldi rétt vera. Grunur hefir hvílt á Tuktone —
og ef til vill Harman. Manstu eftir steinkrossinum við vega-
mótin, hjátrúna, sem við hann var bundin, og hefir mikið verið
um þetta rætt af alþýðu manna kringum Holly-Bourns, Fugges-
broke, Holly Crouch —“
„En var það ekki meinlaust, þótt menn ræddu þetta og
kannske eimdi eftir af gömlum áhrifum tengdum við krossinn."
„Þessi áhrif voru pápisk — og því miður óheppileg, eins og
komið er, og í vikunni sem leið var það á allra vörum, að von
væri á presti til Fuggesbroke.“
„Menn gátu ekki neitt um þetta vitað.“
„Menn vissu það samt — og hvers vegna ekki? Það var um
þetta rætt í tveimur kirkjusóknum."
„Aðeins meðal vina.“
„En þeir töluðu vafalaust um það sín í milli — og kannske
þernur og vinnumenn hafi staðið á hleri. Hvað sem þessu líður
— þetta var á allra vörum.“
„Og þú sást um, að það bærist að réttum eyrum.“
„Eg gerði það. Eg ræddi við fógetana í Vinehall, Pesenmarch
og Rye —“
„Þú fórst til Rye?“
„Til þess að vera viss um, að þegar yrði látið til skarar skríða.
Mundu, að eg vildi, að þessi prestur væri handtekinn nokkrum
klukkustundum áður en syngja átti messu.“
Katrín reis á fætur, en komst að raun um, að hún var óstyrk
mjög hún skalf frá hvirfli til ilja og varð að styðja sig við borðið.
„Og hve mikið greiddu þeir þér — þrjátíu silfurpeninga?“
Hann varð sótrauður.