Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 327
RÖKKUR
375
„Örugg, já. Þú veizt ekki hve oft eg hefi beðið fyrir þér, Kata
— og öryggi þínu.“
Hann stóð nú þétt við hlið hennar, og aftur fannst henni hún
verða þess vör, að glóð æskunnar væri ekki kulnuð í sál hans,
— og hún kenndi aftur áhrif viðkvæmni og hlýju, eins og þeg-
ar hún kom inn í herbergið.
„Kata mín,“ sagði hann lágri röddu, „þú veizt ekki hve illa
mér hefir liðið, er eg sá þig stefna út í ófærur og voða. Það lá
við, að eg tárfelldi af tilhugsuninni um hvað fyrir þig kynni að
koma. Eg hefi játað þér ást mína — skilurðu ekki mikilvægi
þess?“
„Mér virðist, að með gerðum þínum hafir þú vitandi vits
bakað mér sáran harm —“
„Nei, heldur veitt þér ást, umönnun, vernd. Hér mundi
eg geta það, hér gætirðu verið örugg, í stað þess að þeysa um
landið með brjálæðiskennd áform í huga. Nú hafa öll þín áform
hrunið til grunna, og það gleður mig, því að það eflir von mína.“
„Von?“
„Að þú leyfir mér að elska þig, annast þig. Þú átt engan vin,
nema mig. Ætlarðu að snúa baki við eina vininum, sem þú átt?“
„Eg átti vini, sem nú eru mér glataðir.“
„Ræðum ekki um Tuktone-fólkið. Eg er að tala um heimili
þitt. Eftir það sem þar gerðist hefi eg haft auknar áhyggjur
þín vegna. Faðir þinn og móðir bæði glötuð þér —• hvor á sinn
hátt.“
„Af hverju segirðu þetta allt?“
„Vegna þess, að eg elska þig, hefi samúð með þér, vil hjálpa
þér. Hvað geturðu tekið þér fyrir hendur? Hefirðu nokkuð hug-
leitt það?“
„Nei, en eg fer ekki með móður minni.“
„En — hvert þá? Komdu hingað — láttu þetta verða heimili
þitt.“
Henni hafði skilist hvert krókurinn beygðist, en hafði reynt
að bægja frá hugsunum um það. Fráleitt mundi hann kóróna
skömm sína með slíkri uppástungu.......En nú hafði hann sagt
það. Hann hafði gripið um hönd hennar, andlit hans var svo
nálægt andliti hennar, að hún fann hlýjan andardrátt hans á
vanga sér. Augu hans leiftruðu — ekki af ástríðu, heldur góð-
vild, þar voru eldar sem hlýjuðu, en blossuðu ekki upp, en
hitinn var tífalt meiri. Hún fann, að þeir myndu geta brætt