Rökkur - 01.06.1952, Page 329
RÖKKUR
377
„Þú kenndir mér að byggja allt á þessari trú — elska hana.“
„Af því, að eg hélt, að hún mundi koma aftur, en eg ályktaði
skakkt — páfatrúin verður aldrei endurkvödd til þessa lands.
Eg veit það. Stuðningsmenn hennar og vinir hafa veitt henni
banasárið. Það er annað til í lífinu sem betur fer, til þess að
helga sér, en kaþólsk trú — við verðum að byggja á því, sem
enn eimir eftir af trú í hugum vorum, og undir því er andleg
velferð okkar og framtíð komin. Já, það er ýmislegt annað, sem
lífið hefir upp á að bjóða, bækur, rósir— ást. Við geturn verið
hamingjusöm, í garði okkar, yfir rósum okkar og bókum. Eg
held, að þú hafir aldrei vitað hvað sönn hamingja er, en hana
skaltu finna hér, ef þú aðeins villt leyfa mér það, hjartans, heið-
bjarta stúlkan, sem eg ann — fyrir guðs skuld, sem vissulega
hefir lagt marga vegi að dyrum síns ríkis, upprættu hina villtu
drauma úr sál þinni, sem ekki geta ræst, og leyfðu mér að vemda
þig og hugga. Páfatrúin er dauð, trúðu mér, en þú ert á lífi —
og það er eg líka —“
„Hættu, hættu,“ sagði hún, er hún loks komst að til þess að
stöðva orðaflaum hans, sem rann eins og flóð yfir varnarlausar
lendur huga hennar. „Það er tilgangslaust fyrir þig að mæla svo
— og gengur guðlasti næst hvernig þú hagar orðum þínum.
Ef þú heldur, að þú getir fengið mig til þess að skipta um
skoðun, ferðu villur vegar. Eg hefi orðið mikið að þola og
miklu glatað upp á síðkastið, en mína ódauðlegu sál á eg enn
og hana skaltu aldrei frá mér taka.“
„En hvernig heldurðu að fari fyrir þér í heimi mótmælenda
— í ósamræmi við allt og alla — í byltingarhug —“
„Eg fer til bróður míns.“
„Til Simonar?“ svaraði hann undrandi.
„Vissulega, hann er — er væntanlegur til Englands. Eg fer
til hans og hann mun vernda mig.“
„Fávísa barn, hvernig getur hann verndað þig? Líf hans
verður í stöðugri hættu frá því hann stígur fæti á enska jörð.“
En hann gat ekki rænt hana hugrekkinu, sem tilhugsunin um
bróður hennar hafði veitt henni.
„Þá deyjum við saman. Eg vil heldur deyja með góðum klerki,
sem er trúr sjálfum sér, en lifa með slæmum, sem hefir svikið
það, sem honum ætti að vera heilagast.“
„Það er einhver bölvun, sem hvílir yfir ferli þínum, Katrín,“
sagði hann reiðilega, en þó var aðdáunarvottur í rödd hans.