Rökkur - 01.06.1952, Page 330
378
RÖKKUR
„Ef um bölvun er að ræða er það bölvun falsvina, en eg nýt
þá í staðinn blessunar sannrar trúar.“
Hún vatt sér skyndilega fram hjá honum og á næsta andar-
taki hafði hún opnað dyrnar.
„Kata, vertu kyrr, farðu ekki.“
Hann reyndi að halda aftur af henni, en á næsta andartaki
var hún horfin. Handleggir hans hengu niður eins og máttlausir.
Þeir höfðu aldrei um hana vafist og mundu aldrei. Ef til vill
hefði hann átt að láta til skarar skríða fyrr, og vera djarfir,
jafnvel hrifsa það, sem hann hafði beðið eftir, en hann hafði
verið smeykur við að biðla til hennar meðan hugur hennar var
á öðrum brautum en hans — og nú er hann árum saman hafði
látið allt kyrrt liggja og beðið og loks sagði allt af létta, hafði
hann farið of geist, og hún var honum eilíflega glötuð. Hann
heyrði, að hún hljóp eftir garðstígnum og skellti aftur hliðinu.
Svo barst hófadynur að eyrum. — Nei, hann gat ekki trúað
því, að hún væri honum glötuð. Þau höfðu oft deilt — en alltaf
hafði hún komið aftur. Og það mundi hún enn gera.
Hófadynurinn heyrðist ekki. Andvarp steig frá brjósti hans.
Hann settist innan um bækur sínar. Ný bók hafði borist honum,
þykk, lokkandi. Hann tók hana sér í hönd og settist. Já, bækur,
rósir — ást, en ástin var ekki lengur öðru æðri. Hún gat hjálpað
mönnum til að gleyma, jafnvel sársauka glataðrar trúar. Og
ástartilfinningar dóu — lifnuðu aftur. Rósir dóu, en lifnuðu
aftur. Og angan þeirra í dauða var eins sæt og meðan þær voru
í blóma. Bækur má hafa ávallt við höndina. Þær má opna —
og loka og leggja frá sér að vild. Bækur, rósir, — gott öl varð
líka að hafa, eftir stutta stund mundi hann láta færa sér sval-
andi, nærandi mjöð, vel bakað brauð og ost úr geitamjólk, —
hann hafði ekki neytt neins og það var langt liðið á morgun, og
hann hafði farið seint til bænalestursins, sem enginn hlýddi á.
.... Rósir, bækur, mjöður — og kannske ást, ef Kata kæmi
aftur, en um ást ætlaði hann ekki að hugsa frekara nú. Það
hafði næstum eins mikinn sársauka í för með sér og að hugsa
um trúmál. — Þannig hugsaði hann, er hann fór að lesa nýju
þykku bókina, rit eins stéttarbróður síns um guðfræðileg efni.
40.
Milli Leasan og Holly Horns flaug henni í hug, að fara til
Chichester. Það datt í hana skyndilega, en því meir sem hún