Rökkur - 01.06.1952, Page 331
RÖKKUR
379
hugleiddi það því sannfærðari varð hún um, að einmitt þangað
ætti hún að fara. Þar mundi hún geta hitt Edwards klerk — í
fangelsi að vísu. En þar mundi hún hitta fleiri heiðarlega menn,
sem ekki voru smeykir við að láta lífið fyrir það, sem þeim var
helgast. Þar yrði ef til vill Oven, sem hafði sungið messu í
Fuggesbroke í fyrra, og fleiri. Þessir menn mundu henni huggun
veita, og ekki snúast gegn henni þótt falsvinir hefðu gert hana að
svikara, því að ekki hafði hún heiður sinn selt fyrir fals-gim-
stein, sem menn kölluðu ást. Þar mundi hún líka geta beðið
fregna af Simoni. Kaþólikkar mundu vita hvenær hans væri
von og hún gæti hindrað hann í að fara til Conster, eða að
minnsta kosti búið hann undir hvers hann mætti vænta, ef
hann færi þangað. Henni var fullljóst orðið, að hún mundi
aldrei finna hann, nema hún leitaði hans, — ella mundi hún
sópast með móður sinni til Essex inn í heim mótmælenda og
aldrei eiga þaðan afturkvæmt. — Ef hún færi til Chichester
mundi hún losna við móður sína, sem óttaðist að hitta bróður
manns síns svo, að hún mundi ekki áræða að leita hennar. —
Hún ákvað að ríða krókaleið heim. — f litlum skógi handan við
Lordaine Court tjóðraði hún hest sinn og lagðist fyrir í for-
sælunni og hugsaði hvað gera skyldi. Nú varð hún að hugsa um
framtíðina. Hún sá fram á, að nú yrði hún að leggja niður fyrir
sér hvað gera skyldi, — ella mundi hún glata frelsi sínu. Hún
yrði að fara frá Conster í fyrramálið — áður en nokkur væri
köminn á fætur. Hún yrði ekki lengi á leiðinni til Chichester
ríðandi — í mesta lagi tvo daga. Hún mundi láta lítið á sér
bera. Aðeins í návist manna, sem höfðu glatað öllu, nema trú-
arsannfæringu sinni, gat hún verið hamingjusöm. í návist
manna eins og Francis Edwards og John. Og Simon Alard var
slíkur maður. —
Humalangan barst að vitum hennar. Humallinn var erlend
jurt, sem gerði góðan mjöð beiskan — þannig hafði hún ávallt
litið á — og minnti hana á mótmælandatrú og Niðurlönd, en
anganin hafði þyngjandi, svæfandi áhrif á hana. Höfuð hennar
hneig til hliðar á handlegg hennar hálfboginn og hún sofnaði
draumlausum svefni, og húmið seig yfir dökkgrænan skóginn.
Þegar hún vaknaði var allt orðið kyrrt — komið langt fram
yfiy sólsetur, og Ball, hesturinn hennar, krafsaði höfunum ó-
þolinmóðlega í svörðinn, því að honum var illa við myrkrið og
nætursvalann.
Það var langt liðið á kvöld, þegar hún kom til Conster, en þó