Rökkur - 01.06.1952, Síða 332
380
RÖKKUR
tæplega orðið aldimmt. Það var eitthvað auðnarlegt við húsið
þarna í grennd árinnar, hvergi ljós í glugga, aðeins skuggar á
leik á grasvöllunum, og er hún reið að veggjunum, fannst henni
húsið gnæfa yfir sér sem kastali — kastali vansæmdar .... ef
hún heyrði nú grát, er inn kæmi, og hljóð eins og þegar gígju-
strengur hrökkur .... ? Það var sem henni rynni kalt vatn
milli skinns og hörunds. En glöð var hún af tilhugsuninni um
að þarna ætti hún ekki eftir að vera nema eina nótt enn — en
andvökunótt mundi það verða.
Hún setti hestinn sinn inn og læddist inn í húsið. Það var ljós
í eldhúsinu og hún heyrði þar mannamál, en varð engra heima-
manna vör. Þeir voru hinir ánægðustu — gátu nú látið sem
þeir vildu í sínum vistarverum. Engin merki sáust þess, að
kvöldverður skyldi á borð borinn. Móðir hennar hafði vafalaust
látið bera sér mat upp. -—- Hún náði sér í snarl, og mjöð, og fór
svo inn í herbergi sitt. Á leiðinni upp fann hún til þess hversu
allt var dimmt og auðnarlegt kringum hana, þótt hún heyrði
stöðugt kliðinn úr eldhúsinu. — Hún lagði frá sér matinn og
mjöðinn. — Hún ætlaði ekki að neyta neins strax. Nú varð hún
að komast að niðurstöðu um hvað gera skyldi. Fyrst taldi hún
fé sitt, fjóra „gullna engla“ og átta „pistolettur“. Það mundi
nægja henni til Chichester — en ef hún færi lengra, nei, það
þýddi ekki um það að hugsa nú. — Nú skipti það eitt máli að
komast til Chichester, svo að hún gæti endurvakið traust sitt
á guði og mönnunum. — Þegar hún hefði hitt Simon vissi hún
betur hvert stefna skyldi. Hún var þakklát fyrir, að ráða þó
yfir fé nokkru.
Þegar hún fór að íhuga í hverju klæðast skyldi datt það í
hana, að ferðir hennar myndu vekja minni athygli, ef hún
klæddist karlmannsfötum. Leitaði hún í kistu bróður síns, sem
einhverra ástæðna vegna hafði verið sett inn í herbergi hennar.
Já, það var enginn vafi á því, að hún gæti verið öruggari á
ferðalaginu ef hún gerði þetta. Hún hafði aldrei skeytt um við-
varanir móður sinnar, en vissi þó vel, að konum gátu verið
margar hættur búnar á þjóðvegunum — og hætturnar voru því
meiri, hugði hún, því lengra burt sem hún færi úr héraðinu.
Förumenn og ræningjar voru hvarvetna á þessum upplausnar-
tímum, og kona, ein síns liðs, var hjálparvana, ef á hana var
ráðist, en flestir mundu hugsa sig um tvisvar áður en þeir réð-
ust á karlmann. Nú kom það sér vel, að hún var brjóstasmá og
ekki mikil um mjaðmir. Meðan hún væri á hestbaki mundi