Rökkur - 01.06.1952, Síða 333
RÖKKUR
381
vissulega enginn ætla hana konu. — Hún athugaði föt bróður
síns. Þau voru heil og þokkaleg og mundu vafalaust mátuleg
henni, því að þau voru álíka há og bæði grönn. Hún smeygði
sér í eina flíkina af annari í prófunarskyni og virti sjálfa sig
fyrir sér í speglinum, sem festur var milli rúmstæðanna. Hún
valdi sér að lokum jakka úr ullarefni, brúnleitan, með kraga
sem fóðraður var með lérefti og féll þétt að hálsinum. — Fötin
voru ekki í tízku lengur, en margir notuðu enn slíkan fatnað,
einkum í sveitahéruðunum. Reiðbuxur fann hún og hatt, en
enga skó, en það kom ekki að sök, því að hún gat notað „sveita-
skóna“ sína hælalausu, sem ekki mundu koma upp um hana,
þar sem þeir voru af algengri gerð, og einnig vegna þess, að
fótnett var hún ekki.
Hún leit á sjálfa sig í speglinum, með nokkurri velþóknun,
en sá fljótlega, að hárið mundi koma upp um hana — hún yrði
að skera hár sitt, en það skipti engu — útlit skipti ekki máli nú.
Hún hafði ekki önnur skæri handbær en venjuleg saumaskæri,
enda fórst henni hárskurðurinn ekki sem hönduglegast, en hún
var að minnsta kosti ekki fjarri því, að líta eins út og algengur
sveitastrákur, og á því þurfti hún að halda. Og nú, er hún hafði
klæðst karlmannsfötum og skorið hár sitt, varð hún léttari á
sér, að henni fannst, og léttari í lund, eins og hún hefði slitið
einhverja fjötra, sem lengi höfðu þjáð hana. Hún var þó ekkert
um það að hugsa hvort hún væri piltur eða stúlka — annað
yfirgnæfði allt, að hún var frjáls manneskja. Hún snerist um
á hæli, veifaði hattinum, og blístraði. Það var langt síðan hún
hafði verið svona létt í lund. — Kætin hjaðnaði, en ekki til-
finningin, að hún væri frjáls. Hún kveikti upp í arninum og
brenndi hárlokka sína.
Hún fór að hugleiða hvort hún ætti að skrifa móður sinni
nokkrar línur, og niðurstaðan af þeim hugleiðingum varð sú,
að hún skrifaði:
„Eg hefi farið að leita bróður míns. Bíddu ekki eftir
mér, því að eg kem aldrei aftur.“
Það var nú komið fram yfir miðnætti, en hún ákvað að bíða
ekki birtingar. Hún hafði enga eirð í sínum beinum, vildi kom-
ast af stað hið fyrsta. Og fyrst í stað var hún landslagi svo vel
kunn, að hún gat eins farið í dimmu sem björtu. Hesturinn
hennar mundi afþreyttur orðinn bráðlega, því að hún hafði ekki
riðið honum nema til Leasan daginn áður. Hyggilegast væri,
hugsaði hún, að komast af stað áður en nokkur heimamanna