Rökkur - 01.06.1952, Side 334
382
ROKKUR
vaknaði. — Hún neytti nú þess, er hún hafði farið með upp í
herbergið, og stakk á sig einhverju úr matarskápnum, um leið
og hún fór, og fyllti hnakktöskur sínar að öðru leyti með byggi
og höfrum, er út kom. Óvopnuð gat hún ekki farið. Hún vissi
hvar veiðibyssa bróður hennar var, en kunni ekki með skotvopn
að fara, og fór því inn í einkaskrifstofu föður síns og tók þar
oddhvassan franskan hníf í slíðri. Hnífurinn mundi reynast
henni vel, ef hún ætti heiður sinn eða líf að verja.
Ef einhver hefði sagt henni fyrir einu ári eða misseri, að hún
mundi hverfa frá Conster, án saknaðar eða hryggðar í huga,
mundi hún ekki hafa trúað því. Allt, sem hafði haft þau áhrif
á hana, að hún unni heimili sínu var annað hvort dautt eða
dauðadæmt. Faðir hennar var dáinn — og í reyndinni hafði
hann og Conster verið eitt, og Conster án hans snerti ekki
strengi hjartans. Hann hafði gætt þar allt lífi — í þessu húsi,
sem hann hafði endurbyggt, og allar vonir voru honum tengdar.
Án hans var þetta auðnarstaður, jafnvel þótt móðir hennar
hefði ekki vanheiðrað hann. Hún hefði ekki megnað að halda
þar lífinu í neinu. Og nú kom ókunnugt fólk til þess að taka
þar við — hún mundi ekki koma þar frekara en faðir hennar,
nema sem afturganga. Og hún saknaði ekki skógivaxinna hæð-
anna og grænna valla, ár og lækja, þar sem hún hafði átt svo
margar góðar stundir, ein eða með bróður sínum, en það var
vegna þess að landið sjálft mundi taka enn skelfilegri breyting-
um en húsið. Auðvitað hefði þessi breyting orðið þótt faðir hennar
hefði lifað, en hún hefði reynt að afbera það hans vegna......
Frændi hennar mundi vissulega framkvæma þau áform, sem
faðir hennar hafði á prjónunum, og Robert Douce yrði falið að
halda áfram að byggja stálbræðslu sína, og skógurinn yrði
högginn og viðinum brennt, til þess að glatt gæti logað dag og
nótt undir stálbræðslukötlunum — og belgir yrðu blásnir og
hamarshöggin mundu dynja dag hvern og liðlanga nóttina.
41.
Þegar á fyrsta áfanga leiðarinnar bar margt fyrir augu sem
leiddi skýrt í ljós hinar miklu breytingar, sem voru að verða
á þessum slóðum. Þegar dagur rann var hún komin fram hjá
Holly Horns og eftir það lá leið hennar fram hjá hverri jám-
bræðslunni af annari, sem annaðhvort voru teknar til starfa,
eða þá undirbúningi að starfrækslu þeirra langt komið. Bjarma
sló á himin af rauðri glóðinni og reykjarmekkir huldu stjörn-