Rökkur - 01.06.1952, Síða 335
KÖKKUR
383
urnar. Hamarshöggin dundu og í nánd við eldana gat að líta
menn á iði, sem minntu á dökka ára. — Þegar hún kom til Hey-
íield var orðið bjart af degi. Víða höfðu verið reistir smáskúrar,
til þess að hýsa erlenda verkamenn, sem fluttir höfðu verið inn
frá Frakklandi til þess að vinna að járnbræðslunni. — Katrínu
fannst, að verið væri að leggja landið í auðn, til þess að svala
peningagræðgi manna. — í skógunum kepptust menn við að
fella tré.
Katrín vissi, að næstum alla leiðina, mundi svipuð sjón blasa
við augum hennar. Milli „járn“-þorpanna gat þó enn að líta
fagra skóga og stöku bændabýli, en ef svo færi fram sem nú
horfði, mundi þarna brátt verða svart og sviðið land.
Á þjóðveginum, sem hún fór vestur á bóginn, var margt um
vegfarendur og farartæki. Þarna voru póstvagnar, klyfja-
hestar og bændur með vagna sína, því að mikill flutningur á
ferðamönnum og vörum átti sér stað úr Kent til Hampshire, og
eftir ýmsum vegum, sem frá þjóðveginum lágu til hafnarbæj-
anna. Brighthelmstead, Hulkesmouth og Littlehampton. Og á
milli farartækjanna gat að líta fjár- og svínahópa, gæsir, sem
bændur voru að reka á markað. Betlarar sáust fáir, nema helzt
í útjöðrum þorpanna. — Þetta var á Mikjálsmessumorgni, veð-
ur svalt og raki, og allt hafði gengið eins og í sögu til þessa.
Enginn hafði sýnt henni neina áreitni, en margir boðið henni
góðan daginn.
í Buckstead var markaðsdagur og flokkur umferðaleikara
að sýna „Mother Bombie“ fyrir framan gistihúsið. Skuggsælt
var á götunni, því að beykitré uxu beggja vegna við hana og
Katrín ákvað að lofa hesti sínum að kroppa í skjóli trjánna,
en sjálf settist hún með ölkönnu og horfði á leikinn. Hún var
hvíldinni fegin og einnig því að allir höfðu um sitt að sýsla,
svo að hún taldi víst, að hún fengi að vera í friði. En ung stúlka,
sennilega dóttir gestgjafans, færði henni mat, og reyndi að
spyrja hana spjörunum úr — hvort hún hefði nokkurn tíma
séð slíkan leik, hvort hún hefði nokkurn tíma séð „Davíð kon-
ung“ eða „Konuna í tunglinu“ — hvort hún kæmi langt að og
hvert hún ætlaði. Alltaf horfði hún á bekkinn — og það var
auðséð af tilliti björtu augnanna, að hún var að vona, að „pilt-
urinn“ færði sig til, svo að hún gæti sezt þarna hjá „honum“,
en Katrín svaraði fáu, og var fálát og niðurlút, og loks fór
stúlkan súr á svipinn og tautaði eitthvað um hvað þessir sveita-
strákar gætu verið sauðarlegir.