Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 337
RÖKKUR
385
Katrín fann til samúðar með honum, en aumkaði hann þó
sem alla þá, sem misst höfðu trúna á að það borgaði sig að
erja jörðina. Og hún var fegin, er hún hafði að baki þann
landshluta, þar sem verið var að fella skógana, og eldarnir log-
uðu og hamarshöggin kváðu við í sífellu. — Leið hennar lá
nú um sléttlendi. Hún hlakkaði til að komast til Chichester,
því að hesturinn hennar var aftur tekinn að lýjast, og hún
gat ekki haft hann á beit nema eina klukkustund í Pulborough,
en til Chichester vildi hún komast þá um kvöldið. Hana lang-
aði ekkert til að gista oftar úti á landsbyggðinni, og svo var
ekki að vita nema hyggilegast væri að hafa hraðan á bróður
síns vegna. Kannske væri skipið, sem flutti hann, komið í höfn,
en verðir laga og réttlætis létu stundum hendur standa fram
úr ermum, einkanlega á tímum trúarofsókna.
Hún fór um Waltham, Bignore, Halfnakade — og loks er að
borgarhliðunum í Chichester kom, sá hún höfuð líflátinna manna,
sem sett höfðu verið á stengur — trúvillingum til viðvörunar.
Skyldu vinir hennar þegar hafa verið teknir af lífi? Við nánari
aðgæzlu sá hún, að höfuðin voru að byrja að rotna, og lyktin,
sem barst til hennar, sannfærði hana betur um, að hér væri
ekki um að ræða menn, sem teknir hefðu verið af lífi nýlega.
42.
Hún var dauðþreytt og hestur hennar var einnig lúinn.
Ákvað hún því að leita til gistihúss þegar. Þar mundi hún og
verða einhvers áskynja um það, sem gerzt hafði og var að
gerast í bænum. Lagði hún leið sína að Saracen’s Head við
markaðstorgið inni í miðjum bænum, og falaði herbergi. Nesti
hennar var þrotið og hún varð að setjast til borðs í veitingastof-
unni ásamt öðrum gestum. En hún var óttalaus orðin og hún
vissi, að ef hún vildi fá aðra til að skrafa yrði hún að vera
ræði sjálf.
Þarna var margt um manninn, bændur, kaupmenn, nokkrir
prestar og prestskonur, sem ætluðu að hlýða messu í dómkirkj-
unni, og nokkrir ferðamenn á leið til skips. Næstur Katrínu
sat ungur maður, sem kvaðst hafa beðið þar nokkra daga eftir
skipi, en faðir hans, sem væri kaupmaður og hefði farið til
Lyon, væri væntanlegur á því. Hann bætti því við, að. faðir
sinn verzlaði með hanzka og silkivörur.
„Eg skima eftir skipinu dag hvern, en vindur hefir verið
25
L